Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 13:12 Fossvogsbrú verður hluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar. Efla Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins. Fossvogsbrúin er 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um hækkun á kostnaðaráætlun við brúna frá fyrstu hugmyndum um brú sem skildi þjóna gangandi, hjólandi og mögulega Strætó árið 2013. Þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 950 milljónir fyrir göngu og hjólabrú en 1250 milljónir ef strætisvagnar ættu að geta ekið yfir brúna. Breytingar urðu á hugmyndum um notagildi og útlit brúarinnar sem fór loks í hönnunarsamkeppni. Niðurstöður hennar urðu ljósar árið 2021. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að upphafleg kostnaðaráætlun sigurtillögunnar, Öldu, hafi hljóðað upp á 4,1 milljarð króna eða rúma fimm milljarða að núvirði. Í dag hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 8,3 milljarða króna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst að hafa deilt áhyggjum sínum af hækkun með ríkisendurskoðanda og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent fingri á Vegagerðina og kallað eftir skýringum. Stál rokið upp í verði Á vef Vegagerðarinnar er leitast við að útskýra hækkunina. Er þar helst minnt á að Alda sé stálbrú og stálverð hafi hækkað um fimmtíu prósent á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun megi rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu. Þá bendir Vegagerðin á nýlega framkvæmd við brú yfir Þorskafjörð varðandi verktakakostnað. Kostnaðurinn þar hafi verið 0,9 milljónir á fermetra en sé áætaður 1,4 milljónir króna á fermetra við Fossvogsbrú. Sérstakar kröfur séu gerðar til Fossvogsbrúar vegna staðsetningar hennar og er áætlað að þær kosti 0,2 milljónir krónur á fermetra. Ekki sé unnt að beita sömu byggingaaðferð við Fossvogsbrú vegna aðstæðna í brúarstæði. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri sem talað hefur mjög fyrir Borgarlínu á undanförnum árum, segist hafa séð bæði fögnuð en einnig fundið að því að holur hljómur sé í áhuga þingmanna og Morgunblaðsins á kostnaðaráætlunum Fossvogsbrúar. Hann fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Sjálfsagt að ræða hækkun á kostnaði „Það er rétt að kostnaðaráætlun hennar hefur nær tvöfaldast en flest stærri verkefni samgönguáætlunar ríkisins hafa reyndar gert töluvert meira en það á sama tíma. Líklega eru ýmsar skýringarnar skyldar eða hinar sömu. Sjálfum finnst mér algjörlega eðlilegt að ræða breytingar í kostnaðaráætlunum opinberra framkvæmda en einsog fram hefur komið í upplýsingum Vegagerðarinnar þá hefur kostaðarmat vinningtillögunnar um Fossvogsbrú farið frá því að vera um 5 milljarðar að raunvirði í um 8,3 milljarða,“ segir Dagur. Það sé sjálfsagt að leita skýringa á þessum breytingum sem nefndir Alþingis séu einmitt að boða til funda vegna. „Það er hins vegar líka rétt að það að holur hljómur í því að þingmenn takmarki áhyggjur sínar og umræðu við Fossvogsbrú en dragi það ekki fram í þessari umræðu að sömu hækkanir eiga reyndar við um samgönguverkefni almennt.“ Kostnaður við Arnarnesveg sexfaldast Vísar Dagur til þess að samgönguframkvæmdir almennt á Íslandi hafi hækkað í kostnaði undanfarin ár. „Skemmst er að minnast þess að upphaflegt kostnaðarmat Vegagerðarinnar fyrir Arnarnesveg var 1,6 milljarður króna en endanlegur heildarkostnaður 7,2 milljarðar.“ Dæmin séu hins vegar miklu fleiri og í raun þvert yfir línuna og um allt land. „Þannig hækkaði heildarmat á kostnaði við samgönguáætlun ríkisins (nýframkvæmdir án samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Sundabrautar) úr 264 milljörðum, eins og hún var samþykkt árið 2020 í 453 milljarða einsog hún var lögð fram í fyrra, árið 2023. Einstök verkefni þar eru á mismunandi hönnunarstigi, og jafnvel á frumkostnaðarstigi og gætu hækkað töluvert enn, einsog reynslan kennir. Líkt og í Fossvogsbrú er líklegt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað umtalsvert kostnaðarmat á einstökum verkefnum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.“ Tínir til dæmi víða um land Hann tekur til nokkur dæmi um þróun áætlana stærri verkefna frá samþykktri samgönguáætlun 2020 til tillögu að nýrri áætlun sumarið 2023. • Hringvegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr. • Hringvegur milli Skeiðavegamóta og Selfoss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr. • Hringvegur milli Akrafjallsvegar og Borgarness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr. • Vatnsnesvegur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr. • Axarvegur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr. • Fjarðarheiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr. „Þessi samanburður er alls ekki tæmandi og ekki settur fram hér til að gera lítið úr öðrum framkvæmdum, líkt og mér hefur fundist jaðra við í umræðunni um Fossvogsbrú. Það er hins vegar eðlileg krafa að ætlast til þess af þeim sem ættu að hafa yfirsýn yfir þessa hluti að ræða Fossvogsbrúna í því heildarsamhengi að meira eða minna allar kostnaðaráætlanir samgöngumannvirkja eru að hækka, og sumar umtalsvert meira en í tilviki hennar. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að Fossvogsbrúin mun auðvitað þjóna gríðarlega stórum hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður gríðarleg samgöngubót og frábær og mikilvægur hluti af samgöngusáttmálanum.“ Vísar hann til orða Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi þegar niðurstaðan var kynnt, um að brúin stytti leið um 90 þúsund manns í stóru sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur til og frá vinnu. Háskólarnir, Landspítalinn og stjórnsýslan séu fjölmennustu vinnustaðir landsins. Þá styttist ferðatíminn frá Hamraborg í Háskólann í Reykjavík úr um sautján mínútum í sex. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Fossvogsbrúin er 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um hækkun á kostnaðaráætlun við brúna frá fyrstu hugmyndum um brú sem skildi þjóna gangandi, hjólandi og mögulega Strætó árið 2013. Þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 950 milljónir fyrir göngu og hjólabrú en 1250 milljónir ef strætisvagnar ættu að geta ekið yfir brúna. Breytingar urðu á hugmyndum um notagildi og útlit brúarinnar sem fór loks í hönnunarsamkeppni. Niðurstöður hennar urðu ljósar árið 2021. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að upphafleg kostnaðaráætlun sigurtillögunnar, Öldu, hafi hljóðað upp á 4,1 milljarð króna eða rúma fimm milljarða að núvirði. Í dag hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 8,3 milljarða króna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst að hafa deilt áhyggjum sínum af hækkun með ríkisendurskoðanda og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent fingri á Vegagerðina og kallað eftir skýringum. Stál rokið upp í verði Á vef Vegagerðarinnar er leitast við að útskýra hækkunina. Er þar helst minnt á að Alda sé stálbrú og stálverð hafi hækkað um fimmtíu prósent á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun megi rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu. Þá bendir Vegagerðin á nýlega framkvæmd við brú yfir Þorskafjörð varðandi verktakakostnað. Kostnaðurinn þar hafi verið 0,9 milljónir á fermetra en sé áætaður 1,4 milljónir króna á fermetra við Fossvogsbrú. Sérstakar kröfur séu gerðar til Fossvogsbrúar vegna staðsetningar hennar og er áætlað að þær kosti 0,2 milljónir krónur á fermetra. Ekki sé unnt að beita sömu byggingaaðferð við Fossvogsbrú vegna aðstæðna í brúarstæði. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri sem talað hefur mjög fyrir Borgarlínu á undanförnum árum, segist hafa séð bæði fögnuð en einnig fundið að því að holur hljómur sé í áhuga þingmanna og Morgunblaðsins á kostnaðaráætlunum Fossvogsbrúar. Hann fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Sjálfsagt að ræða hækkun á kostnaði „Það er rétt að kostnaðaráætlun hennar hefur nær tvöfaldast en flest stærri verkefni samgönguáætlunar ríkisins hafa reyndar gert töluvert meira en það á sama tíma. Líklega eru ýmsar skýringarnar skyldar eða hinar sömu. Sjálfum finnst mér algjörlega eðlilegt að ræða breytingar í kostnaðaráætlunum opinberra framkvæmda en einsog fram hefur komið í upplýsingum Vegagerðarinnar þá hefur kostaðarmat vinningtillögunnar um Fossvogsbrú farið frá því að vera um 5 milljarðar að raunvirði í um 8,3 milljarða,“ segir Dagur. Það sé sjálfsagt að leita skýringa á þessum breytingum sem nefndir Alþingis séu einmitt að boða til funda vegna. „Það er hins vegar líka rétt að það að holur hljómur í því að þingmenn takmarki áhyggjur sínar og umræðu við Fossvogsbrú en dragi það ekki fram í þessari umræðu að sömu hækkanir eiga reyndar við um samgönguverkefni almennt.“ Kostnaður við Arnarnesveg sexfaldast Vísar Dagur til þess að samgönguframkvæmdir almennt á Íslandi hafi hækkað í kostnaði undanfarin ár. „Skemmst er að minnast þess að upphaflegt kostnaðarmat Vegagerðarinnar fyrir Arnarnesveg var 1,6 milljarður króna en endanlegur heildarkostnaður 7,2 milljarðar.“ Dæmin séu hins vegar miklu fleiri og í raun þvert yfir línuna og um allt land. „Þannig hækkaði heildarmat á kostnaði við samgönguáætlun ríkisins (nýframkvæmdir án samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Sundabrautar) úr 264 milljörðum, eins og hún var samþykkt árið 2020 í 453 milljarða einsog hún var lögð fram í fyrra, árið 2023. Einstök verkefni þar eru á mismunandi hönnunarstigi, og jafnvel á frumkostnaðarstigi og gætu hækkað töluvert enn, einsog reynslan kennir. Líkt og í Fossvogsbrú er líklegt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað umtalsvert kostnaðarmat á einstökum verkefnum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.“ Tínir til dæmi víða um land Hann tekur til nokkur dæmi um þróun áætlana stærri verkefna frá samþykktri samgönguáætlun 2020 til tillögu að nýrri áætlun sumarið 2023. • Hringvegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr. • Hringvegur milli Skeiðavegamóta og Selfoss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr. • Hringvegur milli Akrafjallsvegar og Borgarness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr. • Vatnsnesvegur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr. • Axarvegur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr. • Fjarðarheiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr. „Þessi samanburður er alls ekki tæmandi og ekki settur fram hér til að gera lítið úr öðrum framkvæmdum, líkt og mér hefur fundist jaðra við í umræðunni um Fossvogsbrú. Það er hins vegar eðlileg krafa að ætlast til þess af þeim sem ættu að hafa yfirsýn yfir þessa hluti að ræða Fossvogsbrúna í því heildarsamhengi að meira eða minna allar kostnaðaráætlanir samgöngumannvirkja eru að hækka, og sumar umtalsvert meira en í tilviki hennar. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að Fossvogsbrúin mun auðvitað þjóna gríðarlega stórum hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður gríðarleg samgöngubót og frábær og mikilvægur hluti af samgöngusáttmálanum.“ Vísar hann til orða Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi þegar niðurstaðan var kynnt, um að brúin stytti leið um 90 þúsund manns í stóru sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur til og frá vinnu. Háskólarnir, Landspítalinn og stjórnsýslan séu fjölmennustu vinnustaðir landsins. Þá styttist ferðatíminn frá Hamraborg í Háskólann í Reykjavík úr um sautján mínútum í sex.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira