„Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 21:32 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019. Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Eins og fram hefur komið hefur lögreglu borist tvö nafnlaus bréf vegna málsins. Hefur lögregla leitað að Jóni í almenningsgarði skammt frá þar sem hann sást síðast í febrúar 2019. „Þetta er stór og mikil leit á ákveðnu svæði. Hundar, kafarar, búnaður og sérfræðingar erlendis frá sem koma að henni líka. Þannig að þetta er auðvitað bara risastórt,“ segir Davíð. Þau segjast bæði merkja viðhorfsbreytingu hjá írsku lögreglunni. Það sýni sig ekki síst í stórum blaðamannafundi sem haldinn var um rannsókn málsins. „Þeir eru einlægir og vilja vinna þetta. Það að þeir hafa gert þennan blaðamannafund svona stóran, það segir okkur að þeir eru ekkert að bulla,“ segir Anna. Systkinin segja fleiri hafa áhuga á málinu nú en áður. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Skildi blómvönd eftir handa Jóni Þá er Önnu fylgt eftir í Kastljósi þar sem hún leggur blómvönd fyrir utan Bonnington hótelið þar sem Jón gisti eina nótt. Hugmyndin kviknaði þegar hún sá blómvendi aðstandenda drengs sem var myrtur á hótelinu. „Þetta snertir mig svo mikið því það er bréf á hverjum einasta blómvendi, frá systkinum, börnum og foreldrum. Þau eru búin að ganga í gegnum svipað og við, nema þau fundu drenginn sinn og gátu jarðað hann, þannig að ég ákvað að setja bara blóm fyrir Jón líka. Frá okkur öllum. Ég hringdi í mömmu og hún valdi vöndinn.“ Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Eins og fram hefur komið hefur lögreglu borist tvö nafnlaus bréf vegna málsins. Hefur lögregla leitað að Jóni í almenningsgarði skammt frá þar sem hann sást síðast í febrúar 2019. „Þetta er stór og mikil leit á ákveðnu svæði. Hundar, kafarar, búnaður og sérfræðingar erlendis frá sem koma að henni líka. Þannig að þetta er auðvitað bara risastórt,“ segir Davíð. Þau segjast bæði merkja viðhorfsbreytingu hjá írsku lögreglunni. Það sýni sig ekki síst í stórum blaðamannafundi sem haldinn var um rannsókn málsins. „Þeir eru einlægir og vilja vinna þetta. Það að þeir hafa gert þennan blaðamannafund svona stóran, það segir okkur að þeir eru ekkert að bulla,“ segir Anna. Systkinin segja fleiri hafa áhuga á málinu nú en áður. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Skildi blómvönd eftir handa Jóni Þá er Önnu fylgt eftir í Kastljósi þar sem hún leggur blómvönd fyrir utan Bonnington hótelið þar sem Jón gisti eina nótt. Hugmyndin kviknaði þegar hún sá blómvendi aðstandenda drengs sem var myrtur á hótelinu. „Þetta snertir mig svo mikið því það er bréf á hverjum einasta blómvendi, frá systkinum, börnum og foreldrum. Þau eru búin að ganga í gegnum svipað og við, nema þau fundu drenginn sinn og gátu jarðað hann, þannig að ég ákvað að setja bara blóm fyrir Jón líka. Frá okkur öllum. Ég hringdi í mömmu og hún valdi vöndinn.“
Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11