KSÍ tapaði 126 milljónum króna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2024 23:30 Rekstrarniðurstaða KSÍ er tap sem nemur 126 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér. KSÍ Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira
KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér.
KSÍ Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira