Nemendur byggja og byggja á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 21:30 Hluti af kennurum og nemendum skólans, sem eru að læra húsasmíði en mikill áhugi er á náminu enda vantar alls staðar góða smiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú. Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi. „Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis. Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans. Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með. 45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans. Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu? „Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”. Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins. Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Skagafjörður Skóla - og menntamál Byggingariðnaður Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi. „Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis. Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans. Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með. 45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans. Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu? „Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”. Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins. Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Skagafjörður Skóla - og menntamál Byggingariðnaður Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira