Skjálftahrinan gæti bent til komandi neðansjávargoss Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 20:00 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Gjósi neðansjávar yrði það sprengigos. Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira