Slæmar fréttir fyrir Liverpool en ekki versta martröðin Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 08:00 Diogo Jota lá óvígur eftir á vellinum í fyrri hálfleik gegn Brentford, vegna hnémeiðsla. Getty/Justin Setterfield Leikmenn bættust á meiðslalista Liverpool um helgina þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alvarlegust virtust meiðsli Portúgalans Diogo Jota. Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira