Ólík upplifun pílukastara og framkvæmdastjóra af meintum flugdólgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:01 Um var að ræða flugvél Icelandair á leið heim frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, segir ungan flugþjón í vél Icelandair á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands í gærkvöldi hafa sýnt aðdáunarverða stillingu gagnvart ógæfudreng í geðrofi í vélinni. Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira