Ákall um vopnahlé og grið Kristján Björnsson skrifar 19. febrúar 2024 16:01 Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hörmungunum á Gaza á þann hátt að við getum skilið þjáninguna og sorgina sem fylgir þessum ómannúðlega hernaði í Landinu helga. Staðan er grafalvarleg og ákall um vopnahlé þarf að ná eyrum þeirra sem geta stöðvað ófriðinn, morðin og gjöreyðileggingu samfélagsins sem áður lifði í Gaza. Vopnahlé þarf til að skapa líka frið í Ísrael og nálægum löndum. Og nú vofir ógn yfir Rafah. Ég heyri frá prestum Lútherslu kirkjunni í Jórdaníu og Landinu helga að það sé í raun ekki rými til að hugsa leiðir til að halda lífi. Samtöl fólksins eru frekar um það hvernig þau muni deyja. Voninni er sniðinn svo þröngur stakkur að það líkist helst litlum loga á kerti sem búið er að hvolfa yfir. Fátt bendi til annars en að æ minna súrefni komist að kertinu og ljós þess hljóti á endanum að slokkna. Við eigum engin orð frammi fyrir enn einu dánu barni í örmum ömmu sinnar eða afa eða frammi fyrir grímulausum árásásum á saklausar fjölskyldur, sjúklinga og hjálparfólk. Öll börn á Gaza undir 5 ára aldri eru vannærð og samkvæmt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er fæðuóöryggið á barmi hungurseyðar. Okkar helsta von er að ákall um vopnahlé nái eyrum stríðsherranna. Í því hrópi þarf röddin frá Íslandi að heyrast með ákalli frá öllum öðrum þjóðum. Við verðum að minna á miklvægi lífsbjargandi mannúðaraðstoðar fyrir allan almenning á svæðinu sem stöðugt er þrengt að með ólýsanlegri eyðileggingu og dauða. Æ erfiðara er að halda úti læknisaðstoð og þau fáu sjúkrahús sem eftir standa eru yfirfull. Neyðin er mikil. Hér heima getum við ekki annað en skorað á þjóðina alla að standa saman að baki kröfunnar um vopnahlé og miskunn. Hjálpargögn þurfa að komast inná svæðið til bjargar varnarlausu fólki. Og þetta ákall þarf að vera alþjóðlegt og koma úr öllum áttum. Ég hef áhyggjur af því að þessi ófriður virðist hafa alla burði til að stigmagnast og breiðast enn frekar út. Hjá vinum mínum í Jerúsalem heyri ég að tortryggni á milli nágranna hefur orðið háskaleg. Þau sem áður voru í viðskiptum eða daglegum samskiptum sniðganga nú hvert annað og lítið þarf til að ofbeldi og óvild blossi upp án tilefnis í borgum og bæjum fjarri vígvellinum. Þá tel ég ekki vænlegt til að friðákall Íslands verði talið trúverðugt ef við látum þess háttar spennu ná út á torg í okkar friðsælu höfuðborg. Skautun í umræðunni og óeyrðir hér heima og óeyrðir og ofbeldi í mörgum borgum annarra landa eru varla til þess fallnar að efna til friðar. Andúð í garð fólks eftir trú eða uppruna getur aldrei verið réttlætanleg. Ákall hefur borist frá mörgum og meðal þeirra má nefna ákall fjölda fjölmennra félagasamtaka á Íslandi sem hvetja stjórnvöld til aðgerða. Í þeim hópi má nefna Hjálparstarf kirkjunnar, presta innflytjenda og biskup Íslands sem tóku höndum saman með Hjálpræðishernum og Siðmennt auk merkra samtaka á borð við Íslandsdeild Amnesti International, Barnaheill á Íslandi, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Rauðakrossinn á Íslandi, Samtökin 78, Geðhjálp, Unicef og UN Women á Íslandi og fleiri félög má nefna. Prestar og djáknar Íslands eru sama sinnis. Niðurstaðan er öll á einn veg. Þessu verður að linna. Dauði tuga þúsunda og þar á meðal þúsunda barna kallar á ófrávíkjanlega kröfu um björgun, grið og frið. Stríð á okkar dögum hlýtur að teljast ófyrirgefanlegt þegar lífi saklausra borgara er fórnað einsog í Gaza, Ísrael og víðar. Enginn málstaður er okkur mikilvægari núna en að eyða hatri, skautun og andúð og kalla saman einni röddu eftir friði, skilningi og umburðarlyndi í ljósi þeirra gilda sem við trúm að hjálpi náunga okkar fyrir botni Miðjarðarhafsins. Vinnum að því saman. Höfundur er vígslubiskup í Skálholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Jórdanía Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Hjálparstarf Biskupskjör 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hörmungunum á Gaza á þann hátt að við getum skilið þjáninguna og sorgina sem fylgir þessum ómannúðlega hernaði í Landinu helga. Staðan er grafalvarleg og ákall um vopnahlé þarf að ná eyrum þeirra sem geta stöðvað ófriðinn, morðin og gjöreyðileggingu samfélagsins sem áður lifði í Gaza. Vopnahlé þarf til að skapa líka frið í Ísrael og nálægum löndum. Og nú vofir ógn yfir Rafah. Ég heyri frá prestum Lútherslu kirkjunni í Jórdaníu og Landinu helga að það sé í raun ekki rými til að hugsa leiðir til að halda lífi. Samtöl fólksins eru frekar um það hvernig þau muni deyja. Voninni er sniðinn svo þröngur stakkur að það líkist helst litlum loga á kerti sem búið er að hvolfa yfir. Fátt bendi til annars en að æ minna súrefni komist að kertinu og ljós þess hljóti á endanum að slokkna. Við eigum engin orð frammi fyrir enn einu dánu barni í örmum ömmu sinnar eða afa eða frammi fyrir grímulausum árásásum á saklausar fjölskyldur, sjúklinga og hjálparfólk. Öll börn á Gaza undir 5 ára aldri eru vannærð og samkvæmt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er fæðuóöryggið á barmi hungurseyðar. Okkar helsta von er að ákall um vopnahlé nái eyrum stríðsherranna. Í því hrópi þarf röddin frá Íslandi að heyrast með ákalli frá öllum öðrum þjóðum. Við verðum að minna á miklvægi lífsbjargandi mannúðaraðstoðar fyrir allan almenning á svæðinu sem stöðugt er þrengt að með ólýsanlegri eyðileggingu og dauða. Æ erfiðara er að halda úti læknisaðstoð og þau fáu sjúkrahús sem eftir standa eru yfirfull. Neyðin er mikil. Hér heima getum við ekki annað en skorað á þjóðina alla að standa saman að baki kröfunnar um vopnahlé og miskunn. Hjálpargögn þurfa að komast inná svæðið til bjargar varnarlausu fólki. Og þetta ákall þarf að vera alþjóðlegt og koma úr öllum áttum. Ég hef áhyggjur af því að þessi ófriður virðist hafa alla burði til að stigmagnast og breiðast enn frekar út. Hjá vinum mínum í Jerúsalem heyri ég að tortryggni á milli nágranna hefur orðið háskaleg. Þau sem áður voru í viðskiptum eða daglegum samskiptum sniðganga nú hvert annað og lítið þarf til að ofbeldi og óvild blossi upp án tilefnis í borgum og bæjum fjarri vígvellinum. Þá tel ég ekki vænlegt til að friðákall Íslands verði talið trúverðugt ef við látum þess háttar spennu ná út á torg í okkar friðsælu höfuðborg. Skautun í umræðunni og óeyrðir hér heima og óeyrðir og ofbeldi í mörgum borgum annarra landa eru varla til þess fallnar að efna til friðar. Andúð í garð fólks eftir trú eða uppruna getur aldrei verið réttlætanleg. Ákall hefur borist frá mörgum og meðal þeirra má nefna ákall fjölda fjölmennra félagasamtaka á Íslandi sem hvetja stjórnvöld til aðgerða. Í þeim hópi má nefna Hjálparstarf kirkjunnar, presta innflytjenda og biskup Íslands sem tóku höndum saman með Hjálpræðishernum og Siðmennt auk merkra samtaka á borð við Íslandsdeild Amnesti International, Barnaheill á Íslandi, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Rauðakrossinn á Íslandi, Samtökin 78, Geðhjálp, Unicef og UN Women á Íslandi og fleiri félög má nefna. Prestar og djáknar Íslands eru sama sinnis. Niðurstaðan er öll á einn veg. Þessu verður að linna. Dauði tuga þúsunda og þar á meðal þúsunda barna kallar á ófrávíkjanlega kröfu um björgun, grið og frið. Stríð á okkar dögum hlýtur að teljast ófyrirgefanlegt þegar lífi saklausra borgara er fórnað einsog í Gaza, Ísrael og víðar. Enginn málstaður er okkur mikilvægari núna en að eyða hatri, skautun og andúð og kalla saman einni röddu eftir friði, skilningi og umburðarlyndi í ljósi þeirra gilda sem við trúm að hjálpi náunga okkar fyrir botni Miðjarðarhafsins. Vinnum að því saman. Höfundur er vígslubiskup í Skálholti.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun