Látum ekki hræða okkur Daníel E. Arnarsson skrifar 20. febrúar 2024 05:00 „Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
„Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun