Farþegalistar flugfélaga Þorsteinn Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2024 11:00 Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. Mun erfiðara er að stunda öfluga landamæragæslu án farþegalistanna. Svo virðist sem yfirvöld bæði eftirlitsaðilar og ráðuneyti séu nokkuð ráðalaus vegna þessa og ekki verður annað séð en að aðlilar bíði eftir hver öðrum í málinu. Fyrir breytingu á tollalögum árið 2008 var tolleftirlit og landamæraeftirlit auk öryggisleitar lengstum á hendi embættis Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en frá 1. janúar 2007 á hendi nýs embættis Lögreglu- og tollstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þetta fyrirkomulag var skilvirkt og unnu ólíkar starfstéttir saman sem einn maður undir einni stjórn. Fagmennska var í fyrirrúmi hvarvetna. Starfsfólk var innblásið og starfsánægja mikil. Starfsmenn embættisins náðu enda eftirtektarverðum árangri í landamæragæslu og fíkniefnamálum á þessum tíma. Illu heilli var embættinu á Keflavíkurflugvelli skipt upp í undanfara breytinga á tollalögum árið 2008. Það góða starf sem unnið hafði verið undanfarin ár var að engu gert. Einn Tollstjóri var settur yfir allt Ísland og nokkrum árum síðar var farin sama leið og í Danmörku að sameina Toll og Skatt. Varð þá enn meiri fjarlægð milli stjórnunar og aðgerða. Danir hafa síðan snúið til fyrra horfs og eru Tollur og Skattur sjálfstæðar einingar. Hringlandi í málefnum tollgæslu og lögreglu hér hefur haft víðtækar afleiðingar m.a. í því máli sem hér er til umfjöllunar um farþegalista flugfélaga.Þar bendir hver á annan og virðist enginn hafa rænu eða frumkvæði. Kveðið er svo á í 3. mgr. 30. gr. Tollalaga nr. 8/2005 að: „Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.“ Á grundvelli þessara lagaheimilda krafðist Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli á árum áður afhendingu farþegalista af stórum alþjóðlegum flugfélögum með hótun um að annars yrði þeim óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Listarnir fengust afhentir eftir nokkuð múður. Með lögum nr. 136/2022 sbr. 2.og 3.mgr. 17.gr. er að finna svipaða heimild um upplýsingasöfnun til handa lögreglu: - „Fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu er skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara á leið til og frá landinu, þar á meðal einkaloftfara og seglbáta. Skyldan nær einnig til upplýsinga um áætlaðan tíma komu og brottfarar.” - „Lögreglu er heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum, og við Landhelgisgæslu Íslands og önnur stjórnvöld að því marki sem nauðsynlegt er til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglu er einnig heimilt að miðla upplýsingum um farþega og áhöfn til erlendra yfirvalda að því marki sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir, koma upp um, rannsaka eða saksækja fyrir hryðjuverk eða önnur alvarleg afbrot. Um slíkar miðlanir fer að öðru leyti eftir ákvæðum III. kafla laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.” Ekki verður annað séð bæði m.t.t. til tilvitnaðra lagaheimilda og í ljósi reynslu að tiltölulega einfalt sé að krefjast þess að flugfélög afhendi lögbærum yfirvöldum farþegalista hyggist félögin stunda áætlunarflug til Íslands. Fordæmi er þegar fyrir hendi að hóta að synja þeim sem ekki afhenda farþegalista um lendingu á Íslandi. Flugfélög sem fljúga hingað hafa áður afhent farþegalista árum saman. Vandséð er því hvers vegna yfirvöld stíga nú ekki fram og krefjast afhendingar farþegalista af hendi flugfélaga. Oft var þörf en nú er brýn nauðsyn þegar straumur flóttamanna og farandfólks er meiri en nokkru sinni. Skorað er því á fagráðuneyti tollgæslu og löggæslu að nú þegar verði fyrirliggjandi heimildum beitt til að farþegalistar fáist afhentir án tafar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. Mun erfiðara er að stunda öfluga landamæragæslu án farþegalistanna. Svo virðist sem yfirvöld bæði eftirlitsaðilar og ráðuneyti séu nokkuð ráðalaus vegna þessa og ekki verður annað séð en að aðlilar bíði eftir hver öðrum í málinu. Fyrir breytingu á tollalögum árið 2008 var tolleftirlit og landamæraeftirlit auk öryggisleitar lengstum á hendi embættis Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en frá 1. janúar 2007 á hendi nýs embættis Lögreglu- og tollstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þetta fyrirkomulag var skilvirkt og unnu ólíkar starfstéttir saman sem einn maður undir einni stjórn. Fagmennska var í fyrirrúmi hvarvetna. Starfsfólk var innblásið og starfsánægja mikil. Starfsmenn embættisins náðu enda eftirtektarverðum árangri í landamæragæslu og fíkniefnamálum á þessum tíma. Illu heilli var embættinu á Keflavíkurflugvelli skipt upp í undanfara breytinga á tollalögum árið 2008. Það góða starf sem unnið hafði verið undanfarin ár var að engu gert. Einn Tollstjóri var settur yfir allt Ísland og nokkrum árum síðar var farin sama leið og í Danmörku að sameina Toll og Skatt. Varð þá enn meiri fjarlægð milli stjórnunar og aðgerða. Danir hafa síðan snúið til fyrra horfs og eru Tollur og Skattur sjálfstæðar einingar. Hringlandi í málefnum tollgæslu og lögreglu hér hefur haft víðtækar afleiðingar m.a. í því máli sem hér er til umfjöllunar um farþegalista flugfélaga.Þar bendir hver á annan og virðist enginn hafa rænu eða frumkvæði. Kveðið er svo á í 3. mgr. 30. gr. Tollalaga nr. 8/2005 að: „Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.“ Á grundvelli þessara lagaheimilda krafðist Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli á árum áður afhendingu farþegalista af stórum alþjóðlegum flugfélögum með hótun um að annars yrði þeim óheimilt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Listarnir fengust afhentir eftir nokkuð múður. Með lögum nr. 136/2022 sbr. 2.og 3.mgr. 17.gr. er að finna svipaða heimild um upplýsingasöfnun til handa lögreglu: - „Fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu er skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara á leið til og frá landinu, þar á meðal einkaloftfara og seglbáta. Skyldan nær einnig til upplýsinga um áætlaðan tíma komu og brottfarar.” - „Lögreglu er heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum, og við Landhelgisgæslu Íslands og önnur stjórnvöld að því marki sem nauðsynlegt er til að þau geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglu er einnig heimilt að miðla upplýsingum um farþega og áhöfn til erlendra yfirvalda að því marki sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir, koma upp um, rannsaka eða saksækja fyrir hryðjuverk eða önnur alvarleg afbrot. Um slíkar miðlanir fer að öðru leyti eftir ákvæðum III. kafla laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.” Ekki verður annað séð bæði m.t.t. til tilvitnaðra lagaheimilda og í ljósi reynslu að tiltölulega einfalt sé að krefjast þess að flugfélög afhendi lögbærum yfirvöldum farþegalista hyggist félögin stunda áætlunarflug til Íslands. Fordæmi er þegar fyrir hendi að hóta að synja þeim sem ekki afhenda farþegalista um lendingu á Íslandi. Flugfélög sem fljúga hingað hafa áður afhent farþegalista árum saman. Vandséð er því hvers vegna yfirvöld stíga nú ekki fram og krefjast afhendingar farþegalista af hendi flugfélaga. Oft var þörf en nú er brýn nauðsyn þegar straumur flóttamanna og farandfólks er meiri en nokkru sinni. Skorað er því á fagráðuneyti tollgæslu og löggæslu að nú þegar verði fyrirliggjandi heimildum beitt til að farþegalistar fáist afhentir án tafar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og situr í stjórn Miðflokksins.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun