Missti sjón á öðru auga eftir sýruárás ofbeldismanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 16:01 Nicolai Engelbrecht kann að meta náttúruna og snjóinn á Íslandi. Nicolai Engelbrecht Nicolai Engelbrecht hefur helgað líf sitt að hjálpa föngum og fólki almennt, eftir að hafa sjálfur sloppið úr verstu glæpagengjum Danmerkur. Hann missti sjón á öðru auga eftir sýruárás í Kaupmannahöfn. Hann eignaðist nýlega dóttur með íslenskri konu sinni og leggur sig enn frekar fram að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Nicolai, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hefur undanfarin ár búið á Íslandi, eftir að hafa ferðast um allan heim til að læra hugleiðslu, öndunaræfingar, bardagalistir og fleira. Hann segist þakka fyrir það á hverjum degi að hafa sloppið undan dimmum stað glæpa og ofbeldis. Hann er í sambandi með íslenskri konu en þau eignuðust dóttur í október. Leggur enn harðar að sér sem faðir „Nú er ég nýorðinn pabbi og það fær mig til að leggja enn meiri áherslu á að vera besta útgáfan af sjálfum mér og leggja enn harðar að mér að hjálpa öðru fólki. Ég mun halda því áfram á meðan ég stend uppréttur. Ég vinn núna eingöngu við að halda „retreat“ og vinna með fólki um allan heim einn á einn og það gefur mér mikið. Það er ekkert betra en að hafa jákvæð áhrif á líf annarra.“ Fyrst eftir flutninginn til Íslands hafi hann unnið mikið með föngum. Hann telur sig hafa líklega kennt meira en þúsund föngum að hugleiða. Hann muni halda því áfram samhliða öðru. „Eftir fortíð mína og allt það sem ég hef gert sór ég þess eið að reyna að gera allt sem ég gæti til að hjálpa öðrum og að það væri mín leið til að reyna að bæta fyrir brot mín. Það hljómar kannski klisjukennt, en oft eru þeir sem sjálfir hafa villst af braut best til þess fallnir að hjálpa þeim sem hafa verið langt leiddir og eiga slæma fortíð. Lótusblómið vex úr leðjunni og ef maður nær að hjálpa þeim sem eru líklegastir til að skaða aðra tel ég að maður sé að gera samfélaginu öllu mikið gagn,“ segir Nicolai, sem segir stundum auðveldara að vinna með fólki sem hefur fundið botninn, af því að þá sé löngunin næg til að fara alla leið í að breytast raunverulega. Getur verið betra að komast á botninn „Ég sé það í vinnu minni með fólki að fæstir eru tilbúnir til að fara alla leið og ákveða að snúa aldrei við eftir að ný vegferð er byrjuð. Að því leyti var það blessun hve langt leiddur ég var, af því að ég vissi að ef ég myndi ekki fara alla leið í að breyta lífi mínu myndi það enda á að ég færi til baka og það myndi kosta mig líf mitt. Það er stundum þannig að þegar fólk er búið að finna botninn í alvöru, þá kemur þessi neisti sem fær þig til að breytast fyrir alvöru.“ Nicolai lýsir því í þættinum hvernig hann fann á sínum tíma botninn og náði að koma sér út úr lífshættulegu líferni, þar sem hann hafði verið fastur inni í glæpagengjum í áraraðir. „Ég er klassískt dæmi um strák sem upplifði höfnun í menntakerfinu og fannst ég einn og yfirgefinn og leitaði að viðurkenningu á ranga staði. Þegar ég var bara barn í grunnskóla dó besti vinur minn og það hafði mikil áhrif á mig. En ég var bara meðhöndlaður eins og óþekkur strákur og það var ekkert gert til að koma til móts við mig, svo að ég þróaði bara með mér mikinn mótþróa. Hægt og rólega sótti ég í félagsskap sem mér fannst samþykkja mig og eftir það lá leiðin hratt niður á við. Fyrst var þetta lítill þjófnaður hér og þar og fikt við eiturlyf, en áður en maður veit af er neyslan orðin mikil og dagleg og afneitunin verður algjör. Aðeins 18-19 ára gamall var ég kominn á mjög dimman stað, þar sem ég var farinn að flytja eiturlyf á milli landa, tók þátt í mjög slæmu ofbeldi og var í stanslausri hættu,“ segir Nicolai, sem þakkar á hverjum degi fyrir að hafa fundið leiðina út. Horft á eftir góðum vinum sínum „Ég verð eilíflega þakklátur fyrir að hafa komist undan þessum heimi. Ég var alltaf á varðbergi og með augu í hnakkanum. Glæpaheimurinn í Kaupmannahöfn er ekki betri en það sem fólk ímyndar sér úr bíómyndum. Ég hef séð og upplifað hluti sem tók mig fleiri fleiri ár að jafna mig á. En á meðan maður var þátttakandi í þessu var ekki neitt pláss fyrir að sýna veikleika, þannig að maður blokkerar bara allar tilfinningar. Fólk sér að ég er bara með eitt auga, eftir að ég lenti í sýruárás. Það atvik átti sér stað þegar hópur af hættulegum mönnum mættu með sýru og ég fékk hana yfir allt andlitið með þessum afleiðingum. Eftir að ég komst undan þessum heimi hef ég horft á suma af bestu vinum mínum fara aðra leið og þá sér maður afleiðingarnar sem það hefur á fjölskyldu vini og samfélagið allt. Ég hef gert hluti sem ég sé eftir og á erfitt með að sætta mig við og sumt get ég ekki bætt fyrir beint, þannig að ég reyni að gera það með því að hjálpa öðru fólki. Ég sór þess eið á ákveðnum punkti að vinna sjálfboðastörf fyrir fanga í jafnlangan tíma og ég var sjálfur í glæpum. Það sem ég hef reynt af minni bestu getu að gera er að hjálpa þeim sem eru líklegastir til að valda öðrum skaða.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Nicolai og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Danmörk Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Nicolai, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hefur undanfarin ár búið á Íslandi, eftir að hafa ferðast um allan heim til að læra hugleiðslu, öndunaræfingar, bardagalistir og fleira. Hann segist þakka fyrir það á hverjum degi að hafa sloppið undan dimmum stað glæpa og ofbeldis. Hann er í sambandi með íslenskri konu en þau eignuðust dóttur í október. Leggur enn harðar að sér sem faðir „Nú er ég nýorðinn pabbi og það fær mig til að leggja enn meiri áherslu á að vera besta útgáfan af sjálfum mér og leggja enn harðar að mér að hjálpa öðru fólki. Ég mun halda því áfram á meðan ég stend uppréttur. Ég vinn núna eingöngu við að halda „retreat“ og vinna með fólki um allan heim einn á einn og það gefur mér mikið. Það er ekkert betra en að hafa jákvæð áhrif á líf annarra.“ Fyrst eftir flutninginn til Íslands hafi hann unnið mikið með föngum. Hann telur sig hafa líklega kennt meira en þúsund föngum að hugleiða. Hann muni halda því áfram samhliða öðru. „Eftir fortíð mína og allt það sem ég hef gert sór ég þess eið að reyna að gera allt sem ég gæti til að hjálpa öðrum og að það væri mín leið til að reyna að bæta fyrir brot mín. Það hljómar kannski klisjukennt, en oft eru þeir sem sjálfir hafa villst af braut best til þess fallnir að hjálpa þeim sem hafa verið langt leiddir og eiga slæma fortíð. Lótusblómið vex úr leðjunni og ef maður nær að hjálpa þeim sem eru líklegastir til að skaða aðra tel ég að maður sé að gera samfélaginu öllu mikið gagn,“ segir Nicolai, sem segir stundum auðveldara að vinna með fólki sem hefur fundið botninn, af því að þá sé löngunin næg til að fara alla leið í að breytast raunverulega. Getur verið betra að komast á botninn „Ég sé það í vinnu minni með fólki að fæstir eru tilbúnir til að fara alla leið og ákveða að snúa aldrei við eftir að ný vegferð er byrjuð. Að því leyti var það blessun hve langt leiddur ég var, af því að ég vissi að ef ég myndi ekki fara alla leið í að breyta lífi mínu myndi það enda á að ég færi til baka og það myndi kosta mig líf mitt. Það er stundum þannig að þegar fólk er búið að finna botninn í alvöru, þá kemur þessi neisti sem fær þig til að breytast fyrir alvöru.“ Nicolai lýsir því í þættinum hvernig hann fann á sínum tíma botninn og náði að koma sér út úr lífshættulegu líferni, þar sem hann hafði verið fastur inni í glæpagengjum í áraraðir. „Ég er klassískt dæmi um strák sem upplifði höfnun í menntakerfinu og fannst ég einn og yfirgefinn og leitaði að viðurkenningu á ranga staði. Þegar ég var bara barn í grunnskóla dó besti vinur minn og það hafði mikil áhrif á mig. En ég var bara meðhöndlaður eins og óþekkur strákur og það var ekkert gert til að koma til móts við mig, svo að ég þróaði bara með mér mikinn mótþróa. Hægt og rólega sótti ég í félagsskap sem mér fannst samþykkja mig og eftir það lá leiðin hratt niður á við. Fyrst var þetta lítill þjófnaður hér og þar og fikt við eiturlyf, en áður en maður veit af er neyslan orðin mikil og dagleg og afneitunin verður algjör. Aðeins 18-19 ára gamall var ég kominn á mjög dimman stað, þar sem ég var farinn að flytja eiturlyf á milli landa, tók þátt í mjög slæmu ofbeldi og var í stanslausri hættu,“ segir Nicolai, sem þakkar á hverjum degi fyrir að hafa fundið leiðina út. Horft á eftir góðum vinum sínum „Ég verð eilíflega þakklátur fyrir að hafa komist undan þessum heimi. Ég var alltaf á varðbergi og með augu í hnakkanum. Glæpaheimurinn í Kaupmannahöfn er ekki betri en það sem fólk ímyndar sér úr bíómyndum. Ég hef séð og upplifað hluti sem tók mig fleiri fleiri ár að jafna mig á. En á meðan maður var þátttakandi í þessu var ekki neitt pláss fyrir að sýna veikleika, þannig að maður blokkerar bara allar tilfinningar. Fólk sér að ég er bara með eitt auga, eftir að ég lenti í sýruárás. Það atvik átti sér stað þegar hópur af hættulegum mönnum mættu með sýru og ég fékk hana yfir allt andlitið með þessum afleiðingum. Eftir að ég komst undan þessum heimi hef ég horft á suma af bestu vinum mínum fara aðra leið og þá sér maður afleiðingarnar sem það hefur á fjölskyldu vini og samfélagið allt. Ég hef gert hluti sem ég sé eftir og á erfitt með að sætta mig við og sumt get ég ekki bætt fyrir beint, þannig að ég reyni að gera það með því að hjálpa öðru fólki. Ég sór þess eið á ákveðnum punkti að vinna sjálfboðastörf fyrir fanga í jafnlangan tíma og ég var sjálfur í glæpum. Það sem ég hef reynt af minni bestu getu að gera er að hjálpa þeim sem eru líklegastir til að valda öðrum skaða.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Nicolai og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Danmörk Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið