Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 14:49 World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir fyrir utan World Class Laugum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið. Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“ Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“
Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira