Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 15:42 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. Í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar segir að spurningin um það hvort loðnan komi í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða láti ekkert sjá sig í ár brenni á margra vörum. Ekki síst þeim sem búa í sjávarplássum og þeim sem ráðstafa þeim gjaleyristekjum sem góð loðnuverðtíð myndi afla. „Fylgst er líka með gangi mála utan landsteinanna og þá ekki hvað síst í Japan þar sem væntanlegir kaupendur og neytendur loðnu og loðnuafurða bíða spenntir. Þaðan úr fjarlægu austrinu heyrist að of snemmt sé að örvænta því hegðun loðnunnar nú kunni frekar að skýrast af gangi himintungla en af meintum duttlungum hennar.“ Sölustjórinn í Japan sefar áhyggjur Eyjamanna Í færslunni segir að heimildarmaður himintunglakenningarinnar sé Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan. Mun minna tilefni en þetta þurfi til að slá á þráðinn til hans í Tókýó. „Loðnuleysið við Ísland barst í tal við eftirvæntingarfullan viðskiptavin okkar á dögunum. Sá var áður til sjós svo áratugum skipti og sagði að sjómenn í Japan og annars staðar í Asíu stúderuðu alltaf stöðu tunglsins á hverjum tíma til að ráða í fiskgengd á miðum. Það væri nefnilega margsannað og staðfest í aldanna rás að fiskur hefði hægt um sig í sjónum og æti helst ekkert á fullu tungli en yrði aftur virkur með vaxandi nýju tungli. Þá færi hann að hreyfa sig og éta,“ er haft eftir Kitayama. Viðskiptavinurinn hafi spurt hvernig þetta kæmi heim og saman við stöðu loðnunnar á Íslandsmiðum. Þegar málið var kannað hafi komið í ljós að fyrir einu ári var fullt tungl 5. febrúar en í ár, 2024, verði tunglið ekki fullt fyrr en 24. febrúar, eða með öðrum orðum þremur vikum síðar en á árinu 2023. „Það styttist mjög í fullt tungl og síðan nýtt tungl. Öndum rólega enn um sinn og sjáum hvað gerist þegar nýja tunglið kviknar og dafnar. Skyldi nú ekki vera að loðnan hinkri eftir kvartilaskiptum og að ferli hennar sé einfaldlega nokkrum vikum síðar á ferðinni en í fyrra. Það væri alla vega í samræmi við reynslu og speki okkar sem stundum fiskveiðar í þessum heimshluta,“ er haft eftir viðskiptavininum eftirvæntingafulla.“ Binni kannast ekki við kenninguna en lumar á sinni eigin Færsluhöfundur ákvað að bera spekina undir Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binna í Vinnslustöðinni. „Allir sem þekkja til sjómennsku vita að sjómenn tala um að fiskur gangi við breytingu strauma. Við nýtt tungl kviknar nýr straumur. Það sem ég hef aldrei heyrt áður er að dagatal sólar og tungls fari ekki saman en straumar tengjast gangi tungls en ekki sólar.“ Hann segir að þegar loðna gefur sig út af Austfjörðum í janúar og fram í febrúar sé hrognafylling hennar 8 til 12 prósent og þegar hún kemur upp að suðausturströndinni sé hrognafyllingin yfirleitt á bilinu 12 til 14 prósent. „Loðnan sem fannst á dögunum úti fyrir Austfjörðum var ekki talin í veiðanlegum mæli en eftirtekt vakti að hrognafyllingin var einungis um 8%. Loðnan átti því langt eftir í þroskaferlinu að þessu leyti. Hennar tími var ekki kominn. Kenning þessa viðskiptavinar okkar í Japan gengur því að þessu leyti upp, hvað svo sem síðar kann að gerast þegar japanska sjómannaspekin gengst undir próf reynslunnar á Íslandsmiðum á næstu dögum og vikum!“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tunglið Vestmannaeyjar Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar segir að spurningin um það hvort loðnan komi í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða láti ekkert sjá sig í ár brenni á margra vörum. Ekki síst þeim sem búa í sjávarplássum og þeim sem ráðstafa þeim gjaleyristekjum sem góð loðnuverðtíð myndi afla. „Fylgst er líka með gangi mála utan landsteinanna og þá ekki hvað síst í Japan þar sem væntanlegir kaupendur og neytendur loðnu og loðnuafurða bíða spenntir. Þaðan úr fjarlægu austrinu heyrist að of snemmt sé að örvænta því hegðun loðnunnar nú kunni frekar að skýrast af gangi himintungla en af meintum duttlungum hennar.“ Sölustjórinn í Japan sefar áhyggjur Eyjamanna Í færslunni segir að heimildarmaður himintunglakenningarinnar sé Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan. Mun minna tilefni en þetta þurfi til að slá á þráðinn til hans í Tókýó. „Loðnuleysið við Ísland barst í tal við eftirvæntingarfullan viðskiptavin okkar á dögunum. Sá var áður til sjós svo áratugum skipti og sagði að sjómenn í Japan og annars staðar í Asíu stúderuðu alltaf stöðu tunglsins á hverjum tíma til að ráða í fiskgengd á miðum. Það væri nefnilega margsannað og staðfest í aldanna rás að fiskur hefði hægt um sig í sjónum og æti helst ekkert á fullu tungli en yrði aftur virkur með vaxandi nýju tungli. Þá færi hann að hreyfa sig og éta,“ er haft eftir Kitayama. Viðskiptavinurinn hafi spurt hvernig þetta kæmi heim og saman við stöðu loðnunnar á Íslandsmiðum. Þegar málið var kannað hafi komið í ljós að fyrir einu ári var fullt tungl 5. febrúar en í ár, 2024, verði tunglið ekki fullt fyrr en 24. febrúar, eða með öðrum orðum þremur vikum síðar en á árinu 2023. „Það styttist mjög í fullt tungl og síðan nýtt tungl. Öndum rólega enn um sinn og sjáum hvað gerist þegar nýja tunglið kviknar og dafnar. Skyldi nú ekki vera að loðnan hinkri eftir kvartilaskiptum og að ferli hennar sé einfaldlega nokkrum vikum síðar á ferðinni en í fyrra. Það væri alla vega í samræmi við reynslu og speki okkar sem stundum fiskveiðar í þessum heimshluta,“ er haft eftir viðskiptavininum eftirvæntingafulla.“ Binni kannast ekki við kenninguna en lumar á sinni eigin Færsluhöfundur ákvað að bera spekina undir Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binna í Vinnslustöðinni. „Allir sem þekkja til sjómennsku vita að sjómenn tala um að fiskur gangi við breytingu strauma. Við nýtt tungl kviknar nýr straumur. Það sem ég hef aldrei heyrt áður er að dagatal sólar og tungls fari ekki saman en straumar tengjast gangi tungls en ekki sólar.“ Hann segir að þegar loðna gefur sig út af Austfjörðum í janúar og fram í febrúar sé hrognafylling hennar 8 til 12 prósent og þegar hún kemur upp að suðausturströndinni sé hrognafyllingin yfirleitt á bilinu 12 til 14 prósent. „Loðnan sem fannst á dögunum úti fyrir Austfjörðum var ekki talin í veiðanlegum mæli en eftirtekt vakti að hrognafyllingin var einungis um 8%. Loðnan átti því langt eftir í þroskaferlinu að þessu leyti. Hennar tími var ekki kominn. Kenning þessa viðskiptavinar okkar í Japan gengur því að þessu leyti upp, hvað svo sem síðar kann að gerast þegar japanska sjómannaspekin gengst undir próf reynslunnar á Íslandsmiðum á næstu dögum og vikum!“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tunglið Vestmannaeyjar Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira