Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2024 10:26 Flóttamannabúðir UNRWA í Khan Yunis í suðurhluta Gasa. Í tilkynningu Amnesty International segir að UNRWA sé að vinna ómetanlegt starf og skaðræði sé að láta af stuðningi við samtökin. Majdi Fathi/NurPhoto via Getty Images Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. Samtökin skora á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta af frystingu fjármögnunar til UNRWA - að snúa þeirri ákvörðun við án tafar og styðja við störf UNRWA. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ákvað þann 30. janúar að frysta stuðning til UNRWA að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn. Amensty International viðurkennir alvarleika ásakana sem ísraelska ríkisstjórnin setti fram á hendur 12 af 30.000 starfsmönnum UNRWA um þátttöku þeirra í brotum á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpum, gegn ísraelskum borgurum þann 7. október. „Engu að síður hafa samtökin rannsakað sex blaðsíðna skjal sem inniheldur þær ásakanir sem Ísrael hefur lagt fram um málið og komust samtökin að þeirri niðurstöðu að þar eru engin sönnunargögn sem benda til þess að UNRWA beri ábyrgð á þeim sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum. Reynast umræddar sakir á rökum reistar tengjast þær ekki á starfssviði þeirra hjá UNRWA.“ UNRWA að vinna ómetanlegt starf UNRWA tilkynnti um uppsögn hlutaðeigandi tíu starfsmanna en tveir úr hópi þeirra tólf sem sættu meintum sökum hafa verið drepnir. Undirstrikað er í áskoruninni að frystingin hafi hörmuleg áhrif á líf milljóna manna. Ásakanir á hendur fáeinum einstaklingum um verknað sem tengist ekki þeirra starfssviði réttlætir aldrei jafn róttæka ákvörðun og ríkisstjórn Íslands hefur tekið. „Í þeirri mannúðarneyð sem nú er á Gaza er það hlutverk UNRWA að veita aðstoð, mat og skjól gríðarlega mikilvægt og lífsnauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið,“ segir í tilkynningunni. Málið enn til skoðunar Þá er bent á að rúmlega 1,7 milljónir íbúa á Gaza séu vegalausir og nærri milljón þeirra hefur leitað skjóls í yfirfullum skólum og athvörfum sem UNRWA rekur. „Íslandsdeild Amnesty International kallar eftir því að ríkisstjórn Íslands tryggi UNRWA fjárhagsstuðning án tafar í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza og fordæmi opinberlega áform ísraelskra stjórnvalda um nauðungarflutninga palestínskra íbúa á Gaza og staðfesti rétt þeirra til að snúa aftur til síns heima, sbr 194. ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá desember 1948.“ Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvað verður með frystinguna en Írar tilkynntu nýlega að þeir væru hættir við frystingu. Enn hefur ekki komið til þess að Ísland borgi ekki en það stefnir hins vegar í það. „Málið er enn til skoðunar. Samkvæmt rammasamningi við UNRWA skal kjarnaframlag Íslands greitt á fyrsta ársfjórðungi, eða fyrir lok mars,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Samtökin skora á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta af frystingu fjármögnunar til UNRWA - að snúa þeirri ákvörðun við án tafar og styðja við störf UNRWA. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ákvað þann 30. janúar að frysta stuðning til UNRWA að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn. Amensty International viðurkennir alvarleika ásakana sem ísraelska ríkisstjórnin setti fram á hendur 12 af 30.000 starfsmönnum UNRWA um þátttöku þeirra í brotum á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpum, gegn ísraelskum borgurum þann 7. október. „Engu að síður hafa samtökin rannsakað sex blaðsíðna skjal sem inniheldur þær ásakanir sem Ísrael hefur lagt fram um málið og komust samtökin að þeirri niðurstöðu að þar eru engin sönnunargögn sem benda til þess að UNRWA beri ábyrgð á þeim sökum sem bornar hafa verið á hendur umræddum starfsmönnum. Reynast umræddar sakir á rökum reistar tengjast þær ekki á starfssviði þeirra hjá UNRWA.“ UNRWA að vinna ómetanlegt starf UNRWA tilkynnti um uppsögn hlutaðeigandi tíu starfsmanna en tveir úr hópi þeirra tólf sem sættu meintum sökum hafa verið drepnir. Undirstrikað er í áskoruninni að frystingin hafi hörmuleg áhrif á líf milljóna manna. Ásakanir á hendur fáeinum einstaklingum um verknað sem tengist ekki þeirra starfssviði réttlætir aldrei jafn róttæka ákvörðun og ríkisstjórn Íslands hefur tekið. „Í þeirri mannúðarneyð sem nú er á Gaza er það hlutverk UNRWA að veita aðstoð, mat og skjól gríðarlega mikilvægt og lífsnauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að enginn annar aðili í mannúðarstarfi er til staðar sem getur fyllt skarðið,“ segir í tilkynningunni. Málið enn til skoðunar Þá er bent á að rúmlega 1,7 milljónir íbúa á Gaza séu vegalausir og nærri milljón þeirra hefur leitað skjóls í yfirfullum skólum og athvörfum sem UNRWA rekur. „Íslandsdeild Amnesty International kallar eftir því að ríkisstjórn Íslands tryggi UNRWA fjárhagsstuðning án tafar í ljósi hættu á hópmorði Palestínubúa á Gaza og fordæmi opinberlega áform ísraelskra stjórnvalda um nauðungarflutninga palestínskra íbúa á Gaza og staðfesti rétt þeirra til að snúa aftur til síns heima, sbr 194. ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá desember 1948.“ Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvað verður með frystinguna en Írar tilkynntu nýlega að þeir væru hættir við frystingu. Enn hefur ekki komið til þess að Ísland borgi ekki en það stefnir hins vegar í það. „Málið er enn til skoðunar. Samkvæmt rammasamningi við UNRWA skal kjarnaframlag Íslands greitt á fyrsta ársfjórðungi, eða fyrir lok mars,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01