Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2024 11:42 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari heldur um fjölmarga þræði kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum. Vísir/Vilhelm Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45