Coventry fyrst liða í átta liða úrslit þeirrar elstu og virtustu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:21 Ellis Simms (t.v.) fagnar einu af þremur mörkum sínum. Catherine Ivill/Getty Images Í kvöld fór fyrsti leikur 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fram. Þar vann Coventry City spútniklið Maidenhead United örugglega 5-0. Enska bikarkeppnin í knattspyrnu, FA Cup, er elsta bikarkeppni í heimi. Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira