Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2024 12:02 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er. Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er.
Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44