Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Borgarstjórar Rotterdam, Antwerpen og Hamborgar heimsóttu Ekvador á dögunum til að ræða fíkniefnasmygl við þarlend yfirvöld. epa/Jose Jacome Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira