Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 10:05 Pútín sakaði Vesturlönd um að vilja tortíma Rússlandi og sagði framgöngu þeirra stuðla að kjarnorkustyrjöld. AP/Alexander Zemlianichenko Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira