Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2024 11:55 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. Sigurjón Ólason Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fiskiskipinu Heimaey snúið við síðdegis í gær eftir að ábending barst frá línubáti um loðnu í Víkurál. Heimaey var þá á heimsiglingu af Vestfjarðamiðum eftir að hafa lokið loðnuleit með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð. „Heimaey sá loðnu á grunnunum við Víkurál en það var ekki í neinu magni sem skiptir máli fyrir heildarmyndina,“ sagði Birkir laust fyrir hádegi. Heimaey kom á svæðið í gærkvöldi og lauk yfirferð sinni í morgun. Spurður hvort þarna hafi verið svokölluð vestanganga á ferð segir Birkir að það megi reikna með að loðnan hafi verið að ganga til hrygningar en ítrekar að magnið hafi ekki verið afgerandi fyrir heildarmyndina. Heimaey VE-1 er eitt af skipum Ísfélagsins.Vilhelm Gunnarsson Þetta var þriðja loðnuleitin frá áramótum en óvíst er hvort reynt verði að leita betur. Útgerðarfyrirtæki hafa greitt tvo þriðju hluta kostnaðar en Hafrannsóknastofnun þriðjung. „Við munum funda með útgerðinni seinna í dag til að fara yfir stöðuna. Það er ekki búið að ákveða framhaldið,“ segir Birkir. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða ekki tiltæk í loðnuleit á næstunni þar sem þau verða bæði í svokölluðu togararalli kringum landið. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt í rallinu. Skipin mun þó að einhverju leyti vakta miðin gagnvart loðnu og verða með bergmálsmælana á upptöku. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Múlaþing Tengdar fréttir Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03 Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fiskiskipinu Heimaey snúið við síðdegis í gær eftir að ábending barst frá línubáti um loðnu í Víkurál. Heimaey var þá á heimsiglingu af Vestfjarðamiðum eftir að hafa lokið loðnuleit með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð. „Heimaey sá loðnu á grunnunum við Víkurál en það var ekki í neinu magni sem skiptir máli fyrir heildarmyndina,“ sagði Birkir laust fyrir hádegi. Heimaey kom á svæðið í gærkvöldi og lauk yfirferð sinni í morgun. Spurður hvort þarna hafi verið svokölluð vestanganga á ferð segir Birkir að það megi reikna með að loðnan hafi verið að ganga til hrygningar en ítrekar að magnið hafi ekki verið afgerandi fyrir heildarmyndina. Heimaey VE-1 er eitt af skipum Ísfélagsins.Vilhelm Gunnarsson Þetta var þriðja loðnuleitin frá áramótum en óvíst er hvort reynt verði að leita betur. Útgerðarfyrirtæki hafa greitt tvo þriðju hluta kostnaðar en Hafrannsóknastofnun þriðjung. „Við munum funda með útgerðinni seinna í dag til að fara yfir stöðuna. Það er ekki búið að ákveða framhaldið,“ segir Birkir. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða ekki tiltæk í loðnuleit á næstunni þar sem þau verða bæði í svokölluðu togararalli kringum landið. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt í rallinu. Skipin mun þó að einhverju leyti vakta miðin gagnvart loðnu og verða með bergmálsmælana á upptöku.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Múlaþing Tengdar fréttir Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03 Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03
Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42