Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 12:29 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira