Ráðin ábyrgðarmaður Arion vegna aðgerða gegn peningaþvætti Atli Ísleifsson skrifar 29. febrúar 2024 13:08 Cecilia Agneta Ståhle. Arion banki Cecilia Agneta Ståhle hefur tekið við hlutverki ábyrgðarmanns vegna aðgerða Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í tilkynningu frá bankanum segir að Cecilia muni stýra sjálfstæðri einingu innan regluvörslu sem hafi það hlutverk að leiða vinnu við gerð og uppfærslu áhættumats til að bera kennsl á og meta hættu á peningaþvætti. „Teymið mun einnig fylgja eftir innleiðingu á stefnum, stýringum, og verkferlum til að draga úr og stýra peningaþvættisáhættu. Þá mun það sinna reglubundnu eftirliti með framkvæmd bankans í þessum efnum. Cecilia, sem jafnframt er staðgengill regluvarðar bankans, er viðskiptafræðingur frá BI Norwegian Business School í Osló. Hún hefur starfað hjá Arion banka frá því í maí 2022 og tók við sem staðgengill regluvarðar í maí 2023. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði á sviði rekstrar og innra eftirlits, en einna helst af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áður en hún hóf störf hjá Arion banka starfaði hún sem regluvörður sænska bankans Ikano Bank AB, sem er einnig með starfsemi í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi. Cecilia situr í stjórn Aros Kapital AB, sem er sænsk fjármálastofnun, og á þar sæti í endurskoðunar-, áhættu og lagahlítingarnefnd stjórnar. Arion banki hefur unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætti í allri starfsemi sinni, ekki síst eftir að lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi í ársbyrjun 2019. Með því að koma á fót þessari sjálfstæðu eftirlitseiningu innan regluvörslu bankans er verið að gera þessum mikilvæga málaflokki enn hærra undir höfði. Að auki kom Arion banki í apríl 2022 á fót sérstakri einingu, viðskiptaeftirliti, skipuð reynslumiklu starfsfólki sem vinnur þétt með framlínu bankans við að fylgja eftir aðvörunum úr færslueftirlitskerfum og ábendingum frá starfsfólki um óhefðbundna viðskiptahegðun og atriði sem benda til aukinnar peningaþvættisáhættu,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Arion banki Efnahagsbrot Fjármálafyrirtæki Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Í tilkynningu frá bankanum segir að Cecilia muni stýra sjálfstæðri einingu innan regluvörslu sem hafi það hlutverk að leiða vinnu við gerð og uppfærslu áhættumats til að bera kennsl á og meta hættu á peningaþvætti. „Teymið mun einnig fylgja eftir innleiðingu á stefnum, stýringum, og verkferlum til að draga úr og stýra peningaþvættisáhættu. Þá mun það sinna reglubundnu eftirliti með framkvæmd bankans í þessum efnum. Cecilia, sem jafnframt er staðgengill regluvarðar bankans, er viðskiptafræðingur frá BI Norwegian Business School í Osló. Hún hefur starfað hjá Arion banka frá því í maí 2022 og tók við sem staðgengill regluvarðar í maí 2023. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði á sviði rekstrar og innra eftirlits, en einna helst af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áður en hún hóf störf hjá Arion banka starfaði hún sem regluvörður sænska bankans Ikano Bank AB, sem er einnig með starfsemi í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi. Cecilia situr í stjórn Aros Kapital AB, sem er sænsk fjármálastofnun, og á þar sæti í endurskoðunar-, áhættu og lagahlítingarnefnd stjórnar. Arion banki hefur unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætti í allri starfsemi sinni, ekki síst eftir að lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi í ársbyrjun 2019. Með því að koma á fót þessari sjálfstæðu eftirlitseiningu innan regluvörslu bankans er verið að gera þessum mikilvæga málaflokki enn hærra undir höfði. Að auki kom Arion banki í apríl 2022 á fót sérstakri einingu, viðskiptaeftirliti, skipuð reynslumiklu starfsfólki sem vinnur þétt með framlínu bankans við að fylgja eftir aðvörunum úr færslueftirlitskerfum og ábendingum frá starfsfólki um óhefðbundna viðskiptahegðun og atriði sem benda til aukinnar peningaþvættisáhættu,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Arion banki Efnahagsbrot Fjármálafyrirtæki Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf