„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 08:28 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira