Innbrot vegna snjallmæla Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 1. mars 2024 11:00 Snjallmælar eru ekki nýjir af nálinni. Þrátt fyrir nafnið eru mælarnir ekki endilega „snjallir“ í þeim skilningi sem við leggjum í hugtakið í dag. Kynslóðamunurinn er frekar þroski frá því að vera feimnir unglingar yfir í ræðna einstaklinga. „Samskiptamælar“ er eiginlega réttnefni, en hljómar ekki jafn vel. Það er svo samskiptaeiginleikinn sem gerir þeim kleift að vera hluti af „snjallri“ uppsetningu. Ekki bara fyrir veitukerfin, heldur geta notendur keypt sérstök tengi á mælana, vilji þeir nota þá sem hluta af eigin heimastýringarkerfi. Nóg um það. Nýlega var mér send tilkynning að skipta ætti út mælunum á mínu heimili. Hún fór hins vegar alveg framhjá mér og fyrir vikið var enginn heima til að hleypa þeim inn. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var hissa þegar ég tók eftir því að allt í einu voru komnir snjallmælar á heimilið. Segi ykkur snöggvast frá þremur vandamálum eins og þau birtust mér. Vandamál nr 1 (fyrra innbrotið) Sjálfsagt var lásasmiður með í för, því einhvern veginn komust þeir inn í mannlaust, lokað, læst, húsið til þess að skipta um mæla eins og ekkert væri sjálfsagðara. Finnst ykkur það almennt í lagi? Er það ekki innbrot? Svo ekki sé minnst á hvað ef ég vildi ekki hafa snjallmæli á heimilinu. Vandamál nr 2 (seinna innbrotið) Greinilega eru einhver verðmæti í þessum mælum. Innan við 2 vikum eftir að gatan hafði verið snjallvædd, komum við heim og sáum að brotist hafði verið inn. Í fyrstu var ákveðinn léttir að litlu virtist hafa verið stolið og alls engu stóru eða fyrirferðarmiklu. Húsið reyndist þó bæði heitavatns- og rafmagnslaust. Við nánari athugun kom í ljós að nýju mælana vantaði. Víða um hverfið reyndist vera sama sagan. Passað hafði verið að mælavæðingunni væri lokið og svo einfaldlega gengið á flest hús sem reyndust mannlaus og snjallmælunum stolið. Vandamál nr 3. Manni bregður við grípandi fyrirsögn um eitthvað sem er í umræðunni og les því áfram. Jafnvel gapandi af hneykslan og því eins opinn og trúgjarn á vitleysuna og hægt er. Hún á því greiða leið beint inn í hausinn og maður deilir henni um allt, gjarnan á innsoginu, í hneykslistón. Það vandamál er mjög útbreitt og mörg okkar virðast lítt spennt fyrir því að gera neitt í málinu. Óháð afleiðingum, jafnvel alvarlegum. Fyrir vikið lifir hópur fólks lífinu byggt á kolröngum upplýsingum og því með kolranga mynd af heiminum og ástandi hans. Heldur jafnvel að allt sé að fara til fjandans. Auðvitað gerðist ekkert af þessu sem ég nefni hér á undan og snjallmælar skipta engu máli í þessu samhengi. Trikkið virkar samt alltaf aftur og aftur. Í besta falli hugsa nokkrir með sér „djö, þarna lét ég plata mig“ meðan augun leita að næstu æsispennandi fyrirsögn. Þó þú sjáir í gegnum nokkrar slíkar, ef þú kýst að sækjast eftir þeim sem flestum, t.d. í gegnum æsifrétta- eða samfélagsmiðla þá verður magnið samt slíkt að þitt norm færist til hliðar. Þú gætir smám saman trúað því að þú búir við sífellda ógn, jafnvel þó hið gagnstæða sé satt. Ferð að trúa því að einhver allt annar beri ábyrgð á þeim vanda sem þú sérð. Vanda sem er kannski í raun agnarsmár, jafnvel ekki einu sinni raunverulegur. Dropinn holar steininn Af hverju er enn svona mikið um fjársvik á netinu? Af því þau virka. Það þarf ekki nema agnarsmátt hlutfall að virka til þess að það borgi sig að halda áfram, svo þá er um að gera að dreifa blekkingunum sem víðast, sem oftast. Svipað á við hér. Það skiptir í raun engu hvort þú fallir fyrir ákveðinni lygi eða ekki. Svo lengi sem séð er til þess að magnið sé nægilegt, síast þetta inn á endanum. Fyrr eða síðar breytist viðhorfið. Afleiðingin er ekki bara upplýsingaóreiða, heldur einnig – fyrir suma – athygli, völd og peningar. Slíkt sjáum við skýrt þegar opinberuð eru t.d. fjárhagsleg áhrif þess að halda fram lygum á t.d. X og öðrum miðlum. Sjaldan hefur sannleikurinn þvælst fyrir þeim sem vilja sannfæra þig um sinn raunveruleika og/eða græða á þér. Gömul og vel þekkt er sú staðreynd að hræddu fólki er auðvelt að stýra. Snákaolía hefur alltaf haft sína sölumenn (og kaupendur!) og svikahrappar eru ekki nýjir af nálinni. Tæknivæðingin hefur þó einfaldað þeim leikinn. Auðvelt er að blekkja yfir netið, sérstaklega ef þú lætur þann blekkta svo sjá um að plata sem flesta í kringum sig. Ekki hjálpar kúltúr sem tekur þessu opnum örmum, því fyrir mörgum í dag virðist athygli vera mikilvægust af öllu. Heiðarleiki og traust eru hjá sumum aukaatriði, þegar athygli og mögulega peningar eru annars vegar. Áfram heldur svo nýja normið að færast og samfélagið að breytast. Hákarlinn Á árunum eftir 1975 hrundu hákarlastofnar, m.a. í höfunum kringum Bandaríkin. Margir hafa tengt þá þróun við kvikmyndina um kindina Ó (e. Jaws). Steven Spielberg var sagður hafa æst upp testósterón magn misvitra karla nægilega mikið til þess að þeir töldu hina mestu sönnun um karlmennsku sína að fara á hákarlaveiðar. Enn í dag vekur óskarsverðlauna tónlist John Williams upp mögnuð hughrif meðal margra og óþarfa hræðsla við hákarla virðist sannarlega hluti af arfleifð myndarinnar. Ljóst er að skammt þarf að leita eftir fleiri hræðslusögum sem skilið hafa eitthvað eftir í hugum almennings. Sögum sem leiddu eitthvað neikvætt af sér, jafnt í beinu framhaldi sem og lengi eftirá. Í tilfelli myndarinnar var auðvitað um að ræða skemmtiefni og afleiðingarnar nokkuð óvæntar. Þegar slíku er hins vegar viljandi beitt til þess að fá sínu framgengt, er málið öllu alvarlegra. Hvort sem að baki liggur siðblinda, draumar um pólitísk völd, deilur um trúmál, peningagræðgi eða annar glæpsamlegur tilgangur. Hver og einn þeirra einstaklinga tekur svo þátt í að færa normið, oftar en ekki til hins verra fyrir heildina. Meðfylgjandi myndir voru skapaðar af sköpunargreindinni DallE-3. Þú trúir vonandi ekki öllu sem þú sérð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Snjallmælar eru ekki nýjir af nálinni. Þrátt fyrir nafnið eru mælarnir ekki endilega „snjallir“ í þeim skilningi sem við leggjum í hugtakið í dag. Kynslóðamunurinn er frekar þroski frá því að vera feimnir unglingar yfir í ræðna einstaklinga. „Samskiptamælar“ er eiginlega réttnefni, en hljómar ekki jafn vel. Það er svo samskiptaeiginleikinn sem gerir þeim kleift að vera hluti af „snjallri“ uppsetningu. Ekki bara fyrir veitukerfin, heldur geta notendur keypt sérstök tengi á mælana, vilji þeir nota þá sem hluta af eigin heimastýringarkerfi. Nóg um það. Nýlega var mér send tilkynning að skipta ætti út mælunum á mínu heimili. Hún fór hins vegar alveg framhjá mér og fyrir vikið var enginn heima til að hleypa þeim inn. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var hissa þegar ég tók eftir því að allt í einu voru komnir snjallmælar á heimilið. Segi ykkur snöggvast frá þremur vandamálum eins og þau birtust mér. Vandamál nr 1 (fyrra innbrotið) Sjálfsagt var lásasmiður með í för, því einhvern veginn komust þeir inn í mannlaust, lokað, læst, húsið til þess að skipta um mæla eins og ekkert væri sjálfsagðara. Finnst ykkur það almennt í lagi? Er það ekki innbrot? Svo ekki sé minnst á hvað ef ég vildi ekki hafa snjallmæli á heimilinu. Vandamál nr 2 (seinna innbrotið) Greinilega eru einhver verðmæti í þessum mælum. Innan við 2 vikum eftir að gatan hafði verið snjallvædd, komum við heim og sáum að brotist hafði verið inn. Í fyrstu var ákveðinn léttir að litlu virtist hafa verið stolið og alls engu stóru eða fyrirferðarmiklu. Húsið reyndist þó bæði heitavatns- og rafmagnslaust. Við nánari athugun kom í ljós að nýju mælana vantaði. Víða um hverfið reyndist vera sama sagan. Passað hafði verið að mælavæðingunni væri lokið og svo einfaldlega gengið á flest hús sem reyndust mannlaus og snjallmælunum stolið. Vandamál nr 3. Manni bregður við grípandi fyrirsögn um eitthvað sem er í umræðunni og les því áfram. Jafnvel gapandi af hneykslan og því eins opinn og trúgjarn á vitleysuna og hægt er. Hún á því greiða leið beint inn í hausinn og maður deilir henni um allt, gjarnan á innsoginu, í hneykslistón. Það vandamál er mjög útbreitt og mörg okkar virðast lítt spennt fyrir því að gera neitt í málinu. Óháð afleiðingum, jafnvel alvarlegum. Fyrir vikið lifir hópur fólks lífinu byggt á kolröngum upplýsingum og því með kolranga mynd af heiminum og ástandi hans. Heldur jafnvel að allt sé að fara til fjandans. Auðvitað gerðist ekkert af þessu sem ég nefni hér á undan og snjallmælar skipta engu máli í þessu samhengi. Trikkið virkar samt alltaf aftur og aftur. Í besta falli hugsa nokkrir með sér „djö, þarna lét ég plata mig“ meðan augun leita að næstu æsispennandi fyrirsögn. Þó þú sjáir í gegnum nokkrar slíkar, ef þú kýst að sækjast eftir þeim sem flestum, t.d. í gegnum æsifrétta- eða samfélagsmiðla þá verður magnið samt slíkt að þitt norm færist til hliðar. Þú gætir smám saman trúað því að þú búir við sífellda ógn, jafnvel þó hið gagnstæða sé satt. Ferð að trúa því að einhver allt annar beri ábyrgð á þeim vanda sem þú sérð. Vanda sem er kannski í raun agnarsmár, jafnvel ekki einu sinni raunverulegur. Dropinn holar steininn Af hverju er enn svona mikið um fjársvik á netinu? Af því þau virka. Það þarf ekki nema agnarsmátt hlutfall að virka til þess að það borgi sig að halda áfram, svo þá er um að gera að dreifa blekkingunum sem víðast, sem oftast. Svipað á við hér. Það skiptir í raun engu hvort þú fallir fyrir ákveðinni lygi eða ekki. Svo lengi sem séð er til þess að magnið sé nægilegt, síast þetta inn á endanum. Fyrr eða síðar breytist viðhorfið. Afleiðingin er ekki bara upplýsingaóreiða, heldur einnig – fyrir suma – athygli, völd og peningar. Slíkt sjáum við skýrt þegar opinberuð eru t.d. fjárhagsleg áhrif þess að halda fram lygum á t.d. X og öðrum miðlum. Sjaldan hefur sannleikurinn þvælst fyrir þeim sem vilja sannfæra þig um sinn raunveruleika og/eða græða á þér. Gömul og vel þekkt er sú staðreynd að hræddu fólki er auðvelt að stýra. Snákaolía hefur alltaf haft sína sölumenn (og kaupendur!) og svikahrappar eru ekki nýjir af nálinni. Tæknivæðingin hefur þó einfaldað þeim leikinn. Auðvelt er að blekkja yfir netið, sérstaklega ef þú lætur þann blekkta svo sjá um að plata sem flesta í kringum sig. Ekki hjálpar kúltúr sem tekur þessu opnum örmum, því fyrir mörgum í dag virðist athygli vera mikilvægust af öllu. Heiðarleiki og traust eru hjá sumum aukaatriði, þegar athygli og mögulega peningar eru annars vegar. Áfram heldur svo nýja normið að færast og samfélagið að breytast. Hákarlinn Á árunum eftir 1975 hrundu hákarlastofnar, m.a. í höfunum kringum Bandaríkin. Margir hafa tengt þá þróun við kvikmyndina um kindina Ó (e. Jaws). Steven Spielberg var sagður hafa æst upp testósterón magn misvitra karla nægilega mikið til þess að þeir töldu hina mestu sönnun um karlmennsku sína að fara á hákarlaveiðar. Enn í dag vekur óskarsverðlauna tónlist John Williams upp mögnuð hughrif meðal margra og óþarfa hræðsla við hákarla virðist sannarlega hluti af arfleifð myndarinnar. Ljóst er að skammt þarf að leita eftir fleiri hræðslusögum sem skilið hafa eitthvað eftir í hugum almennings. Sögum sem leiddu eitthvað neikvætt af sér, jafnt í beinu framhaldi sem og lengi eftirá. Í tilfelli myndarinnar var auðvitað um að ræða skemmtiefni og afleiðingarnar nokkuð óvæntar. Þegar slíku er hins vegar viljandi beitt til þess að fá sínu framgengt, er málið öllu alvarlegra. Hvort sem að baki liggur siðblinda, draumar um pólitísk völd, deilur um trúmál, peningagræðgi eða annar glæpsamlegur tilgangur. Hver og einn þeirra einstaklinga tekur svo þátt í að færa normið, oftar en ekki til hins verra fyrir heildina. Meðfylgjandi myndir voru skapaðar af sköpunargreindinni DallE-3. Þú trúir vonandi ekki öllu sem þú sérð.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun