Vorboðinn ljúfi Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. mars 2024 07:01 Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eurovision Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar