Luis Suarez kom heimamönnum í Inter Miami yfir strax á fjórðu mínútu leiksins áður en hann tvöfaldaði forystu liðsins sjö mínútum síðar. Suarez var svo aftur á ferðinni á 29. mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Robert Taylor.
Suarez hélt svo að hann hefði fullkomnað þrennuna þegar hann setti boltann í netið á 44. mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af.
Í síðari hálfleik var svo komið að Lionel Messi og hann bætti tveimur mörkum við fyrir heimamann, það síðara eftir stoðsendingu frá Luis Suarez. Lokatölur því 5-0.
Dagur Dan lék allann leikinn fyrir Orlando City sem er nú aðeins með eitt stig eftir tvo leiki í Austurdeild MLS-deildarinnar, en Inter Miami trónir á toppnum með sjö stig eftir þrjá leiki.