Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2024 09:07 Bubbi Morthens (til hægri) á útför Guðbergs Bergssonar í fyrra. Hann óttast að púðurtunnan sé að fyllast hér á landi vegna rasisma sem grasseri. Vísir/VIlhelm Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. „Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“ Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“
Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira