Hvað ef.... Þorvaldur Örn Árnason skrifar 4. mars 2024 14:01 Þetta fór ekki svona, en .... Norðmenn fóru illa út úr síðari heimstyrjöldinni. Þjóðverjar hernámu landið og drápu fjölda manns. Eftir stríðið voru önnur Evrópuríki með vonda samvisku að hafa ekki lagt sig meira fram við að bjarga saklausum Norðmönnum frá því að vera myrtir af Þjóðverjum. Þá var Ísland enn dönsk nýlenda. Danir buðust til, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að láta Norðmönnum eftir rúmlega hálft Ísland, enda höfðu Norðmenn numið það fyrir rúmlega þúsund árum og landið fremur strjálbýlt. Um nokkurt skeið hafði verið stjórnmálahreyfing meðal Norðmanna sem taldi Noreg eiga rétt á Íslandi, því forfeður þeirra hefðu numið þar land fyrir 1100 árum. Höfðu nokkrir Norðmenn þegar flutt til Íslands af þeim sökum. Nefndu þeir sig Víkinga og töluðu forníslensku. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þessa tillögu Dana í lok árs 1947 og 1948 gekk í gildi skipting Íslands milli Víkinga frá Noregi og Íslendinga. Skyldu Víkingar fá allt Suðurlandsundirlendið, allt Austur- og Norðausturland og nokkur héruð til viðbótar, til að stofna þar Víkingaríki. Selfoss varð höfuðborg hins nýa ríkis og óx ört. Víkingar vildu helst að Reykjavík yrði þeirra höfuðborg, en ekki var fallist á það, heldur var Reykjavík skipt þannig að Víkingar fengu Austurbæinn en Íslendingar héldu Vesturbænum ásamt Alþingishúsinu og Dómkirkjunni. Danir og Sameinuðu þjóðirnar spurðu Íslendinga ekki leyfis til þessarar ráðstöfunar lands þeirra, enda var Ísland þá enn nýlenda Dana. Mikil óánægja reis meðal Íslendinga og neituðu margir að afhenda norskum Víkingum hús sín og jarðnæði þegar hin nýja skipan tók gildi 1948. Norsku Víkingarnir voru margir herskáir, enda með herþjálfun og vopn frá heimalandinu, en Íslendingar höfðu öldum saman verið vopnlausir með engan her. Stofnuðu Víkingar nú herflokka sem fóru um landið, réðust á þorp að næturlagi og drápu þá sem fyrir voru. Greip þá um sig mikill ótti meðal Íslendinga. Flýðu þeir unnvörpum og leituðu skjóls í flóttamannabúðum sem Sameinuðu þjóðirnar aðstoðuðu þá við að reisa á nokkrum stöðum og býr stór hluti þjóðarinnar þar enn. Írum, Færeyingum og Grænlendingum sárnaði að horfa aðgerðarlausir upp á örlög Íslendinga, granna sinna og frænda, og hófu 1967 stríð gegn Víkingum, en fóru halloka, misstu færeyskar og írskar eyjar í hendur Víkinga sem hafa haldið þeim síðan. Einnig stækkuðu þeir yfirráðasvæði sitt á Íslandi og leið ekki á löngu uns þeir höfðu slegið eign sinni á rúm 80% landsins, jafnt blómlegar byggðir sem náttúruperlur á hálendinu. Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu margsinnis gegn þessum landvinningum, en Bandaríkin studdu Víkinga og beittu ítrekað neitunarvaldi svo landvinningarnir héldu áfram, í trássi við alþjóðlög. Þar kom að Íslendingar fóru að rotta sig saman í vopnaða varnarhópa og heyja skæruhernað gegn Víkingunum, að vísu með frumstæðum vopnum, en nóg til þess að Víkingar fengu þar átyllu til að beita her sínum og drepa skæruliða og þeirra ættingja og jafna hús þeirra við jörðu með jarðýtum. Margir voru fangelsaðir, ekki síst unglingar sem ögrað höfðu hernum með grjótkasti. Komst fjótlega á sú regla að fyrir hvern Víking sem Íslendingar drápu voru drepnir minnst 20 Íslendingar. Var svo komið að helmingur Íslendinga bjuggu í flóttamannabúðum og réðu innan við 20% Íslands. Þeir voru sundraðir og höfðu ekki náð að mynda ríki með nauðsynlegum ríkisstofnunum og voru mjög upp á flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna komnir. Víkingar bönnuðu þeim að eiga og bera vopn, en Íslendingum tókst þó að smíða vopn og smygla til landsins og héldu áfram sínum skæruhernaði. Íslendingar stofnuðu loks eigin ríki 1988, án þess að ráða í raun neinu landi, því Víkingar höfðu hernumið allt Ísland. Byggðir Íslendinga voru sundurlausar og erfitt að komast þar á milli. Stærstu svæði þeirra voru Húnavatnssýslur, Snæfellsnes, hálf Reykjavík og mestöll Suðurnes. Svæði þeirra, einkum í Reykjavík, fóru minnkandi vegna þess að Víkingar jöfnuðu hús við jörðu og neituðu Íslendingum um byggingarleyfi. Nágrannaþjóðir og Sameinuðu þjóðirnar reyndu að miðla málum og var samin tillaga að tveggja ríkja lausn 1993. Féllust Íslendingar á að láta Víkingum eftir 78% af Íslandi, þann hluta sem Víkingar réðu eftir að hafa stækkað yfirráðasvæði sitt í stríðinu 1967. Skyldu Íslendingar viðurkenna ríki Víkinga og láta af skæruhernaði. Í kjölfarið viðurkenndu margar þjóðir sjálfstætt ríki Íslendinga og það fékk áheyrnarrétt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sjá nanar um myndun ríkisins hér. En það varð engin tveggja ríkja lausn. Víkingar héldu áfram að leggja undir sig jarðir Íslendinga og Víkingar kusu sér ríkisstjórn sem lofaði að halda áfram að stækka yfirráðasvæði Víkinga. Þar kom að ættjarðarsinnaðir og herskáir Íslendingar af Suðurnesjum létu til skarar skríða, komu Víkingum að óvörum, drápu marga í skyndiáhlaupi, af mikilli grimmd. Þar fengu Víkingar átyllu til að drepa meira en 20 sinnum fleiri Íslendinga af engu minni grimmd og leggja allar byggðir Suðurnesja í rúst, þannig að þar stendur nú naumast steinn yfir steini. Fjöldi fólks hefur grafist undir húsarústum, ekki síst konur og börn. Þeir sem halda lífi hafa í fá hús að venda og þau hús sem enn standa eru köld því Víkingar lokuðu fyrir rafmagnið og heita vatnið, líka til sjúkrahússins þar sem allar birgðir eru á þrotum. Erfitt er að koma hjálpargögnum til Suðurnesja því Víkingar ráða Keflavíkurflugvelli og Reykjanesbraut og takmarka mjög flutning hjálpargagna á svæðið. Þannig er ástandið þegar þetta er skrifað og engin lausn í sjónmáli. Þrátt fyrir ýmsar hremmingar gegnum aldirnar hafa Suðurnesjabúar aldrei upplifað neitt þessu líkt. Gæti þetta gerst? Geta siðuð þjóðfélög eins og Vesturlönd sýnt þvílíka grimmd og miskunarleysi? Höfundur er íbúi á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þetta fór ekki svona, en .... Norðmenn fóru illa út úr síðari heimstyrjöldinni. Þjóðverjar hernámu landið og drápu fjölda manns. Eftir stríðið voru önnur Evrópuríki með vonda samvisku að hafa ekki lagt sig meira fram við að bjarga saklausum Norðmönnum frá því að vera myrtir af Þjóðverjum. Þá var Ísland enn dönsk nýlenda. Danir buðust til, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að láta Norðmönnum eftir rúmlega hálft Ísland, enda höfðu Norðmenn numið það fyrir rúmlega þúsund árum og landið fremur strjálbýlt. Um nokkurt skeið hafði verið stjórnmálahreyfing meðal Norðmanna sem taldi Noreg eiga rétt á Íslandi, því forfeður þeirra hefðu numið þar land fyrir 1100 árum. Höfðu nokkrir Norðmenn þegar flutt til Íslands af þeim sökum. Nefndu þeir sig Víkinga og töluðu forníslensku. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þessa tillögu Dana í lok árs 1947 og 1948 gekk í gildi skipting Íslands milli Víkinga frá Noregi og Íslendinga. Skyldu Víkingar fá allt Suðurlandsundirlendið, allt Austur- og Norðausturland og nokkur héruð til viðbótar, til að stofna þar Víkingaríki. Selfoss varð höfuðborg hins nýa ríkis og óx ört. Víkingar vildu helst að Reykjavík yrði þeirra höfuðborg, en ekki var fallist á það, heldur var Reykjavík skipt þannig að Víkingar fengu Austurbæinn en Íslendingar héldu Vesturbænum ásamt Alþingishúsinu og Dómkirkjunni. Danir og Sameinuðu þjóðirnar spurðu Íslendinga ekki leyfis til þessarar ráðstöfunar lands þeirra, enda var Ísland þá enn nýlenda Dana. Mikil óánægja reis meðal Íslendinga og neituðu margir að afhenda norskum Víkingum hús sín og jarðnæði þegar hin nýja skipan tók gildi 1948. Norsku Víkingarnir voru margir herskáir, enda með herþjálfun og vopn frá heimalandinu, en Íslendingar höfðu öldum saman verið vopnlausir með engan her. Stofnuðu Víkingar nú herflokka sem fóru um landið, réðust á þorp að næturlagi og drápu þá sem fyrir voru. Greip þá um sig mikill ótti meðal Íslendinga. Flýðu þeir unnvörpum og leituðu skjóls í flóttamannabúðum sem Sameinuðu þjóðirnar aðstoðuðu þá við að reisa á nokkrum stöðum og býr stór hluti þjóðarinnar þar enn. Írum, Færeyingum og Grænlendingum sárnaði að horfa aðgerðarlausir upp á örlög Íslendinga, granna sinna og frænda, og hófu 1967 stríð gegn Víkingum, en fóru halloka, misstu færeyskar og írskar eyjar í hendur Víkinga sem hafa haldið þeim síðan. Einnig stækkuðu þeir yfirráðasvæði sitt á Íslandi og leið ekki á löngu uns þeir höfðu slegið eign sinni á rúm 80% landsins, jafnt blómlegar byggðir sem náttúruperlur á hálendinu. Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu margsinnis gegn þessum landvinningum, en Bandaríkin studdu Víkinga og beittu ítrekað neitunarvaldi svo landvinningarnir héldu áfram, í trássi við alþjóðlög. Þar kom að Íslendingar fóru að rotta sig saman í vopnaða varnarhópa og heyja skæruhernað gegn Víkingunum, að vísu með frumstæðum vopnum, en nóg til þess að Víkingar fengu þar átyllu til að beita her sínum og drepa skæruliða og þeirra ættingja og jafna hús þeirra við jörðu með jarðýtum. Margir voru fangelsaðir, ekki síst unglingar sem ögrað höfðu hernum með grjótkasti. Komst fjótlega á sú regla að fyrir hvern Víking sem Íslendingar drápu voru drepnir minnst 20 Íslendingar. Var svo komið að helmingur Íslendinga bjuggu í flóttamannabúðum og réðu innan við 20% Íslands. Þeir voru sundraðir og höfðu ekki náð að mynda ríki með nauðsynlegum ríkisstofnunum og voru mjög upp á flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna komnir. Víkingar bönnuðu þeim að eiga og bera vopn, en Íslendingum tókst þó að smíða vopn og smygla til landsins og héldu áfram sínum skæruhernaði. Íslendingar stofnuðu loks eigin ríki 1988, án þess að ráða í raun neinu landi, því Víkingar höfðu hernumið allt Ísland. Byggðir Íslendinga voru sundurlausar og erfitt að komast þar á milli. Stærstu svæði þeirra voru Húnavatnssýslur, Snæfellsnes, hálf Reykjavík og mestöll Suðurnes. Svæði þeirra, einkum í Reykjavík, fóru minnkandi vegna þess að Víkingar jöfnuðu hús við jörðu og neituðu Íslendingum um byggingarleyfi. Nágrannaþjóðir og Sameinuðu þjóðirnar reyndu að miðla málum og var samin tillaga að tveggja ríkja lausn 1993. Féllust Íslendingar á að láta Víkingum eftir 78% af Íslandi, þann hluta sem Víkingar réðu eftir að hafa stækkað yfirráðasvæði sitt í stríðinu 1967. Skyldu Íslendingar viðurkenna ríki Víkinga og láta af skæruhernaði. Í kjölfarið viðurkenndu margar þjóðir sjálfstætt ríki Íslendinga og það fékk áheyrnarrétt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sjá nanar um myndun ríkisins hér. En það varð engin tveggja ríkja lausn. Víkingar héldu áfram að leggja undir sig jarðir Íslendinga og Víkingar kusu sér ríkisstjórn sem lofaði að halda áfram að stækka yfirráðasvæði Víkinga. Þar kom að ættjarðarsinnaðir og herskáir Íslendingar af Suðurnesjum létu til skarar skríða, komu Víkingum að óvörum, drápu marga í skyndiáhlaupi, af mikilli grimmd. Þar fengu Víkingar átyllu til að drepa meira en 20 sinnum fleiri Íslendinga af engu minni grimmd og leggja allar byggðir Suðurnesja í rúst, þannig að þar stendur nú naumast steinn yfir steini. Fjöldi fólks hefur grafist undir húsarústum, ekki síst konur og börn. Þeir sem halda lífi hafa í fá hús að venda og þau hús sem enn standa eru köld því Víkingar lokuðu fyrir rafmagnið og heita vatnið, líka til sjúkrahússins þar sem allar birgðir eru á þrotum. Erfitt er að koma hjálpargögnum til Suðurnesja því Víkingar ráða Keflavíkurflugvelli og Reykjanesbraut og takmarka mjög flutning hjálpargagna á svæðið. Þannig er ástandið þegar þetta er skrifað og engin lausn í sjónmáli. Þrátt fyrir ýmsar hremmingar gegnum aldirnar hafa Suðurnesjabúar aldrei upplifað neitt þessu líkt. Gæti þetta gerst? Geta siðuð þjóðfélög eins og Vesturlönd sýnt þvílíka grimmd og miskunarleysi? Höfundur er íbúi á Suðurnesjum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun