Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu árið 2024 samanborið við árin 2009 til 2012 Gunnar Ármannsson skrifar 5. mars 2024 10:00 Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnar Ármannsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun