Ryðja allan Landsrétt í máli fyrrverandi dómsmálaráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2024 22:28 Sólveig Pétursdóttir var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007. Vísir/Vilhelm Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna. Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna.
Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira