Innlent

Telja sig vita hvernig maðurinn lést

Telma Tómasson og Árni Sæberg skrifa
Maðurinn fannst illa leikinn í Gufunesi en grunur er um að hann hafi verið numinn á brott af heimili sínu í Þorlákshöfn.
Maðurinn fannst illa leikinn í Gufunesi en grunur er um að hann hafi verið numinn á brott af heimili sínu í Þorlákshöfn. Vísir/Anton Brink

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við fréttastofu. 

Dánarorsök til bráðabirgða liggur fyrir, en endanleg krufningsskýrsla á eftir að berast því til staðfestingar. Lögreglan bíður enn eftir gögnum til að geta lokað málinu og sent til Héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru eða ákæra í málinu. 

Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og mannaflsfrek, en embætti lögreglunnar á Suðurlandi hefur notið liðsinnis starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Þrír karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og gildir sá úrskurður til 4. júní.


Tengdar fréttir

Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin.

Hinir grunuðu lausir úr einangrun

Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×