Týndi hlekkurinn í jafnréttisbaráttunni Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun