Viggó skoraði sjö mörk úr tólf tilraunum en Andri Már Rúnarsson var ekki á meðal markaskorara Leipzig að þessu sinni.
Leipzig, sem leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, er nú í 8. sæti með 21 stig eftir 23 leiki en Stuttgart er í 14. sæti.
Aldís Ásta reyndist toppliðinu afar erfið
Aldís Ásta Heimisdóttir var líkt og Viggó markahæst í sínu liði Skara í kvöld, með átta mörk, en liðið varð að sætta sig við eins marks tap gegn toppliði Skuru, 28-27, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var ekki á meðal markaskorara Skara samkvæmt leikskýrslu.
Skara er í 5. sæti með 21 stig eftir 19 leiki en Skuru jók forskot sitt á toppnum og er með 32 stig.
Stiven með Benfica í næstefsta sæti
Þá átti Stiven Tobar Valencia sinn þátt í sigri Benfica gegn Vitória, 31-22, sem kom Benfica upp í 2. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Í umfjöllun á vef portúgalska handknattleikssambandsins kemur fram að Stiven hafi skorað tvö mörk í röð eftir tuttugu mínútna leik en ekki kemur fram hve mörg mörk hann skoraði í leiknum.