„Við eigum bara úrslitaleiki eftir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2024 21:32 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnari Guðjónssyni var létt eftir lífsnauðsynlegan sigur Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að úrslitakeppnissætið hefði nánast verið farið hefði Stjarnan tapað. „Annars hefði þetta verið búið. Það er nóg eftir enn og þeir eru með innbyrðis á okkur og ég held að Tindastóll hafi unnið. Þetta er gríðarlegur léttir því þetta hefði eiginlega verið farið ef við hefðum ekki unnið hér í kvöld,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann í dag. Stjörnumenn voru yfirleitt hænufeti á undan og Arnar var ekki ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleiknum þar sem gestirnir skoruðu 50 stig. Hann sagðist eingöngu hafa rætt varnarleik í hálfleikspásunni. „Þeir gerðu líka bara vel og skutu boltanum mjög vel. Þetta er hörkulið og erfitt við þá að eiga. Það verður erfitt verkefni að reyna að ná þeim fyrir úrslitakeppnina.“ Stjörnumenn eru nú jafnir Hetti að stigum í Subway-deildinni. Höttur á eftir fjóra leiki, Stjarnan þrjá og Austanmenn eru með yfirhöndina í innbyrðisleikjum félaganna. „Við eigum bara úrslitaleiki eftir. Við eigum Álftanes í næstu viku og svo bikarhelgi eftir það. Við vorum svo sem búnir að setja þessa leiki sem við höfum tapað sem úrslitaleiki en við þurfum bara að reyna að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það eina sem skiptir máli.“ Dagur Kár Jónsson og Arnþór Freyr Guðmundsson voru ekki með Stjörnunni í dag vegna meiðsla. Dagur Kár verður ekki meira með á tímabilinu og þá meiddist Júlíus Orri Ágústsson í leiknum í dag þegar hann lenti illa á öxlinni. „Ég held að Júlli sé allt í lagi. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og svo fékk hann þetta í ofanálag. Hann sagði við mig að hann gæti komið aftur inn á en ég ákvað að taka ekki sénsinn á því. Addú er bara í þessu heilahristingsdæmi og ég veit ekki meira um það. Ég held að Júlli verði fínn en ég veit ekki með Addú,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
„Annars hefði þetta verið búið. Það er nóg eftir enn og þeir eru með innbyrðis á okkur og ég held að Tindastóll hafi unnið. Þetta er gríðarlegur léttir því þetta hefði eiginlega verið farið ef við hefðum ekki unnið hér í kvöld,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann í dag. Stjörnumenn voru yfirleitt hænufeti á undan og Arnar var ekki ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleiknum þar sem gestirnir skoruðu 50 stig. Hann sagðist eingöngu hafa rætt varnarleik í hálfleikspásunni. „Þeir gerðu líka bara vel og skutu boltanum mjög vel. Þetta er hörkulið og erfitt við þá að eiga. Það verður erfitt verkefni að reyna að ná þeim fyrir úrslitakeppnina.“ Stjörnumenn eru nú jafnir Hetti að stigum í Subway-deildinni. Höttur á eftir fjóra leiki, Stjarnan þrjá og Austanmenn eru með yfirhöndina í innbyrðisleikjum félaganna. „Við eigum bara úrslitaleiki eftir. Við eigum Álftanes í næstu viku og svo bikarhelgi eftir það. Við vorum svo sem búnir að setja þessa leiki sem við höfum tapað sem úrslitaleiki en við þurfum bara að reyna að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það eina sem skiptir máli.“ Dagur Kár Jónsson og Arnþór Freyr Guðmundsson voru ekki með Stjörnunni í dag vegna meiðsla. Dagur Kár verður ekki meira með á tímabilinu og þá meiddist Júlíus Orri Ágústsson í leiknum í dag þegar hann lenti illa á öxlinni. „Ég held að Júlli sé allt í lagi. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og svo fékk hann þetta í ofanálag. Hann sagði við mig að hann gæti komið aftur inn á en ég ákvað að taka ekki sénsinn á því. Addú er bara í þessu heilahristingsdæmi og ég veit ekki meira um það. Ég held að Júlli verði fínn en ég veit ekki með Addú,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik