„Við vildum gera eitthvað sem var ekki búið að gera áður. Eitthvað öðruvísi og til að sjokkera enn meira,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, um hugmyndina á bakvið myndbandið þar sem tigrísdýr, blettatígur og lúxus bifreiðar eru í aðalhlutverki.
„Ég var skíthræddur við þessi dýr,“ segir Patrik spurður hvernig það hafi verið að vera í krigum þau.

Við tökurnar stökk tígrisdýrið á útvarpsmanninn Gústa B, sem slapp þó ómeiddur. Dýrin er í eigu Sultan M Khoory, eiganda einkadýragarðs, og vinar athafnamannsins Víkings Heiðars Arnórsson sem sá átti hugmyndina að því að tökurnar færu fram í Dubaí.

Í gærkvöldi var myndbandið frumsýnt fyrir fullum sal í Bíó paradís sem vakti mikla lukku meðal gesta.
Hér má sjá myndbandið:
Lag og texti eru samin af Patrik, Daniil og Ingimar Tryggvason.