Hann segir lögregluna hafa unnið úr þeim gögnum sem haldlögð voru í húsleitum frá því á þriðjudag síðastliðnum. Þá voru framkvæmdar á þriðja tug húsleita vegna málsins. Einnig hafi yfirheyrslur staðið yfir á bæði vitnum og sakborningum.
„Þær hafa gengið vel án þess að fara út í það hvað hefur komið fram í þeim,“ segir Grímur aðspurður um hvernig yfirheyrslurnar gengju.
Hann segir lögregluna ekki hafa skipulagt neinar frekari aðgerðir en að alltaf geti þó komið til þess í slíkum rannsóknum að þurfi að fara í húsleit eftir atvikum og yfirheyra fólk sem ekki hafði verið áætlað að yfirheyra.
„Við höfum ekki handtekið neinn síðan á þriðjudaginn hins vegar hefur bæst við. Það voru samtals átta en eru nú níu sem hafa réttarstöðu grunaðs í málinu,“ segir Grímur.
„Það rennur út gæsluvarðhaldið yfir þessum sex á miðvikudaginn. Við erum að yfirheyra og skoða gögn.“