Peningar ekki vandamál í næsta verkefni Björns Zoëga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 08:08 Björn Zoëga er á leiðinni til Sádi-Arabíu. Karolinska Björn Zoëga verður framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu í apríl. Hann lætur senn af störfum sem forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði. Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði.
Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16
Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52
Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00
Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05