Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 15:25 Tæplega tvær milljónir Gasabúa eru á vergangi á svæðinu vegna átakanna. AP/Fatima Shbair Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki. Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný. Palestína Svíþjóð Kanada Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki. Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný.
Palestína Svíþjóð Kanada Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira