Eins og venjan er eftir hverja umferð í Subway-deild karla fóru þeir Stefán Árni og sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir bestu tilþrif umferðarinnar.
Í 19. umferð komust níu tilþrif á listann yfir flottustu tilþrif umferðarinnar. Eins og svo oft áður voru troðslur fyrirferðamiklar í tilþrifunum. Í þetta sinn fengum við einnig að sjá fallegar sendingar og gabbhreyfingar, en það var þó ekkert af því sem var valið sem bestu tilþrif umferðarinnar.