Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala hafnar gagnrýni stjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 15:11 Gunnar Svavarsson segir áhyggjur hennar af duldum kostnaði og töfum ekki eiga við rök að styðjast. Vísir/Vilhelm Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala hafnar gagnrýni stjórnar Landspítalans og segir Landspítalann ekki hafa neitt fram að færa á meðan framkvæmdir eru „ofan í holunni.“ Á fundi stjórnar Landspítalans frá 26. janúar síðastliðnum var lögð fram bókun þar sem tekið var fram að Landspítalinn hafi ekki næga aðkomu að uppbyggingu spítalans. Þar að auki kemur fram að stjórnin telji kostnaðareftirlit með framkvæmdinni hafa brugðist sem og að fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa hafi skort innan verkefnisins. Gunnar segir ekki vera mikið til í þessari bókun þar sem hundruðir starfsmanna spítalans taki þátt í uppbyggingunni á hverjum degi. Þar að auki sé sérstakur ráðgjafarsamningur við Landspítalann til staðar og forstjóri Landspítalans sitji í stýrihóp. Upplýsingarnar séu til staðar Honum finnst skjóta skökku við að stjórnin hafi annars vegar áhyggjur af upplýsingagjöf og hins vegar kostnaði. Málið snúist í raun frekar um það að stjórnarmenn Landspítalans vilji komast í stjórn Nýs Landspítala eða verkefnastjórnina. „Þetta að vera að tjá sig um kostnaðarmál og slíkt og segja síðan í hinu orðinu við höfum ekki upplýsingarnar. Þessar upplýsingar eru til staðar. Landspítalinn er upplýstur um þær og fylgist vel með. Hann er ekki að bera ábyrgð á þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að þess sé að vænta að samstarf við Landspítalann sé minna á meðan verklegum framkvæmdum stendur. Landspítalinn hafi ekkert fram að færa varðandi steypumál. Samt sem áður hafi Landspítalinn komið mikið að á hönnunarstigi, forhönnunarstigi og muni koma mikið að við yfirtöku bygginganna. „Hann hefur mikið fram að færa varðandi tækjamál og hugbúnaðarmál, upplýsingakerfin og allar tengingar. En á meðan við erum ofan í holunni þá hefur hann eðlilega ekkert fram að færa,“ segir Gunnar. Innri starfsemin það sem skiptir máli Hann segir einnig að það vanti að Landspítalinn segi sínu fólki og þjóðinni allri frá því sem muni gerast inni í húsinu. Það sé það sem skipti mestu máli. „Ég hef stundum sagt eins og með skólabyggingar og þetta. Húsið er eitt, göturnar eru eitt, tengigangarnir eru eitt og jafnvel tæki eru eitt. en það er innri starfsemin. Það er hún sem skiptir auðvitað máli. Þar er að verða ótrúlega mikil breyting til framtiðar,“ segir Gunnar. Gunnar segir Landspítala koma að uppbyggingu þar sem það á við.Vísir/Vilhelm Hann bendir á sjúkrahótelið við Hringbraut sem var tekið í notkun árið 2019. Áður en sjúkrahótelið kom til sögunnar hafi ekki verið hægt að hýsa nema lítið brot þess hóps sem hefði á slíkri þjónustu að halda. „Það eru 75 herbergi, þau eru fullnýtt allan daginn. Og þetta er mjög mikið landsbyggðin sem er að koma. Þetta eru konur sem eru að bíða eftir fæðingum út af því að það er kannski ekki hægt á þeirra stað. Þetta eru fjölskyldur sem eiga börn inni á barnaspítalanum,“ segir Gunnar. Staðlausar áhyggjur Gunnar segir jafnframt bókaðar áhyggjur stjórnarinnar af „óhóflegri frestun“ og „duldum framtíðarkostnaði“ ekki eiga við rök að styðjast. „Auðvitað einskorðast allar tölur við þau verkefni sem eru sett af stað. Þetta gerist á formlegan hátt, samanber lögin, og það má vel vera að stjórnin hafi af þessu áhyggjur en á sama tíma segir hún: „Okkur vantar upplýsingar.“ Ég held að það sé það sem Landspítalinn þarf að fara að gera er að taka upplýsingarnar frá okkur og koma þeim til þessar ágætu stjórnar.“ Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Á fundi stjórnar Landspítalans frá 26. janúar síðastliðnum var lögð fram bókun þar sem tekið var fram að Landspítalinn hafi ekki næga aðkomu að uppbyggingu spítalans. Þar að auki kemur fram að stjórnin telji kostnaðareftirlit með framkvæmdinni hafa brugðist sem og að fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa hafi skort innan verkefnisins. Gunnar segir ekki vera mikið til í þessari bókun þar sem hundruðir starfsmanna spítalans taki þátt í uppbyggingunni á hverjum degi. Þar að auki sé sérstakur ráðgjafarsamningur við Landspítalann til staðar og forstjóri Landspítalans sitji í stýrihóp. Upplýsingarnar séu til staðar Honum finnst skjóta skökku við að stjórnin hafi annars vegar áhyggjur af upplýsingagjöf og hins vegar kostnaði. Málið snúist í raun frekar um það að stjórnarmenn Landspítalans vilji komast í stjórn Nýs Landspítala eða verkefnastjórnina. „Þetta að vera að tjá sig um kostnaðarmál og slíkt og segja síðan í hinu orðinu við höfum ekki upplýsingarnar. Þessar upplýsingar eru til staðar. Landspítalinn er upplýstur um þær og fylgist vel með. Hann er ekki að bera ábyrgð á þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að þess sé að vænta að samstarf við Landspítalann sé minna á meðan verklegum framkvæmdum stendur. Landspítalinn hafi ekkert fram að færa varðandi steypumál. Samt sem áður hafi Landspítalinn komið mikið að á hönnunarstigi, forhönnunarstigi og muni koma mikið að við yfirtöku bygginganna. „Hann hefur mikið fram að færa varðandi tækjamál og hugbúnaðarmál, upplýsingakerfin og allar tengingar. En á meðan við erum ofan í holunni þá hefur hann eðlilega ekkert fram að færa,“ segir Gunnar. Innri starfsemin það sem skiptir máli Hann segir einnig að það vanti að Landspítalinn segi sínu fólki og þjóðinni allri frá því sem muni gerast inni í húsinu. Það sé það sem skipti mestu máli. „Ég hef stundum sagt eins og með skólabyggingar og þetta. Húsið er eitt, göturnar eru eitt, tengigangarnir eru eitt og jafnvel tæki eru eitt. en það er innri starfsemin. Það er hún sem skiptir auðvitað máli. Þar er að verða ótrúlega mikil breyting til framtiðar,“ segir Gunnar. Gunnar segir Landspítala koma að uppbyggingu þar sem það á við.Vísir/Vilhelm Hann bendir á sjúkrahótelið við Hringbraut sem var tekið í notkun árið 2019. Áður en sjúkrahótelið kom til sögunnar hafi ekki verið hægt að hýsa nema lítið brot þess hóps sem hefði á slíkri þjónustu að halda. „Það eru 75 herbergi, þau eru fullnýtt allan daginn. Og þetta er mjög mikið landsbyggðin sem er að koma. Þetta eru konur sem eru að bíða eftir fæðingum út af því að það er kannski ekki hægt á þeirra stað. Þetta eru fjölskyldur sem eiga börn inni á barnaspítalanum,“ segir Gunnar. Staðlausar áhyggjur Gunnar segir jafnframt bókaðar áhyggjur stjórnarinnar af „óhóflegri frestun“ og „duldum framtíðarkostnaði“ ekki eiga við rök að styðjast. „Auðvitað einskorðast allar tölur við þau verkefni sem eru sett af stað. Þetta gerist á formlegan hátt, samanber lögin, og það má vel vera að stjórnin hafi af þessu áhyggjur en á sama tíma segir hún: „Okkur vantar upplýsingar.“ Ég held að það sé það sem Landspítalinn þarf að fara að gera er að taka upplýsingarnar frá okkur og koma þeim til þessar ágætu stjórnar.“
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira