„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán er eigandi eignarinnar, sem hann viðurkennir sjálfur að sé langt frá því að vera leiguhæf. Leigjandi hans hafi hins vegar sótt það fast að fá að vera í húsnæðinu. Vísir/Rúnar Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“ Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira