Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:08 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra, eftir tveggja ára hlé, og bætti markametið í íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Besta deild karla Valur Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.
Besta deild karla Valur Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira