TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 15:15 Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. AP/Damian Dovarganes Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 352 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 65 sögðu nei. Einn sat hjá. Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. Annars verður samfélagsmiðillinn bannaður. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa ráðamenn í Bandaríkjunum margir hverjir áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína. Flokkurinn er sagður geta notað miðilinn til að afla gagna um Bandaríkjamenn og hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um bandaríska notendur og að ef þeirra yrði krafist, yrði beiðninni hafnað. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Athygli vekur að einungis fimmtán Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á dögunum að hann væri mótfallinn frumvarpinu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skrifa undir frumvarpið, verði það einnig samþykkt í öldungadeildinni. Framtíð þess þar er þó óljós, eins og áður hefur komið fram. Hvaða öldungadeildarþingmaður sem er getur stöðvað framgöngu frumvarps og þingmaðurinn Rand Paul hefur haldið því fram að hann muni grípa til slíkra aðgerða. Hann telur frumvarpið brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir æðstu meðlimir leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, þeir Mark Warner úr Demókrataflokknum og Marco Rubio úr Repúblikanaflokknum, hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarpið. BIG Senate Intel Chair Mark Warner (D-Va.) and Vice Chair Marco Rubio (R-Fla.) endorse House-passed TikTok bill We were encouraged by today s strong bipartisan vote... and look forward to working together to get this bill passed through the Senate and signed into law. pic.twitter.com/m5wfhp2Zdo— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) March 13, 2024 Ráðamenn í Kína hafa brugðist reiðir við ætlunum Bandaríkjamanna og hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu ByteDance á TikTok. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Bandaríkjamenn hefðu aldrei fundið sannanir fyrir því að TikTok ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann sakaði Bandaríkjamenn um fautaskap og sagði að verði frumvarpið að lögum myndi það koma niður á Bandaríkjunum til lengri tíma með því að grafa undan trú fjárfesta á bandaríska kerfið. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook eru bannaðir í Kína. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Tengdar fréttir Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
352 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 65 sögðu nei. Einn sat hjá. Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. Annars verður samfélagsmiðillinn bannaður. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa ráðamenn í Bandaríkjunum margir hverjir áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína. Flokkurinn er sagður geta notað miðilinn til að afla gagna um Bandaríkjamenn og hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um bandaríska notendur og að ef þeirra yrði krafist, yrði beiðninni hafnað. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Athygli vekur að einungis fimmtán Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á dögunum að hann væri mótfallinn frumvarpinu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skrifa undir frumvarpið, verði það einnig samþykkt í öldungadeildinni. Framtíð þess þar er þó óljós, eins og áður hefur komið fram. Hvaða öldungadeildarþingmaður sem er getur stöðvað framgöngu frumvarps og þingmaðurinn Rand Paul hefur haldið því fram að hann muni grípa til slíkra aðgerða. Hann telur frumvarpið brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir æðstu meðlimir leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, þeir Mark Warner úr Demókrataflokknum og Marco Rubio úr Repúblikanaflokknum, hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarpið. BIG Senate Intel Chair Mark Warner (D-Va.) and Vice Chair Marco Rubio (R-Fla.) endorse House-passed TikTok bill We were encouraged by today s strong bipartisan vote... and look forward to working together to get this bill passed through the Senate and signed into law. pic.twitter.com/m5wfhp2Zdo— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) March 13, 2024 Ráðamenn í Kína hafa brugðist reiðir við ætlunum Bandaríkjamanna og hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu ByteDance á TikTok. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Bandaríkjamenn hefðu aldrei fundið sannanir fyrir því að TikTok ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann sakaði Bandaríkjamenn um fautaskap og sagði að verði frumvarpið að lögum myndi það koma niður á Bandaríkjunum til lengri tíma með því að grafa undan trú fjárfesta á bandaríska kerfið. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook eru bannaðir í Kína.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Tengdar fréttir Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23
Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05
TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58