Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2024 15:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu í viðleytni til að höggva á hnútinn í viðræðum verlsunarmanna og SA. Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05
Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27
Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28