„Ég er með stórar fréttir að ég er að verða afi nú offically í ágúst, 13 ágúst. Margrét Halla er ófrísk. Þetta eru risa fréttir,“ segir Hjálmar. Margrét Halla er eldri dóttir Hjálmars. Fyrir á hún eina stjúpdóttur sem færði Hjálmari lítinn kassa með sónarmynd í.
„Þetta var alveg frábært og alveg geggjuð tilfinning,“ segir Hjálmar ánægður. Helgi veltir því fyrir sér hvernig það er fyrir væntanlegt barnbarn Hjálmars að eiga hann fyrir afa þar sem hann er með mikið athyglisbrest.
„Ætli einhver eigi afa með svona mikinn athyglisbrest? Afi athyglisbrestur. Þetta væri verið góð bók,“ segir Helgi:
„Þetta er rosalegt. Það er ekki nóg með það að þú hefur náð að eignast barn á undan mér og barnið þitt er að ná að eignast barn á undan mér.“
Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan.