Fjárhagsleg heilsa í umslagi Jón Guðni Ómarsson skrifar 14. mars 2024 15:01 Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun