Opið bréf til Heru Bjarkar Anna Tómasdóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Marta Jóns Hjördísardóttir skrifa 15. mars 2024 07:30 Sæl Hera, Við lásum við þig viðtal sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV. Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta. Ísrael og Palestína eru ekki þjóðarbrot sem eru að takast á. Palestína er hernumið land og Ísrael er hernámsþjóð. Í áratugi hefur Ísrael kúgað íbúa Palestínu og ísraelski herinn ítrekað orðið uppvís að stríðsglæpum og brotum á alþjóðasáttmálum. Þannig hafa alþjóðastofnanir og öll helstu mannúðarsamtök heims í áratugavís fordæmt aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, ólöglega landtöku, þvingaða fólksflutninga, hóprefsingar, takmarkanir á ferðafrelsi, frelsissviptingar og pyntingar. Undanfarna 5 mánuði hefur Ísrael beitt palestínsku þjóðina linnulausum árásum með þeim afleiðingum að tvær milljónir eru á vergangi, 36 þúsund hafa verið drepin og 74 þúsund særst. Árásirnar sýna mjög vel hernaðarlega yfirburði Ísrael, þjóðar sem hefur þróað her sinn í áratugi. Í janúar komst Alþjóðadómstóllin svo að bráðabirgðaniðurstöðu að um líklegt þjóðarmorð væri að ræða. Frá upphafi núverandi innrásar hafa mannúðar- og hjálparstofnanir bent endurtekið á glæpi Ísraels og hvernig linnulausar árásir virðast til þess fallnar að útrýma palenstínsku þjóðinni. Nú síðast sagði teymisstjóri hjá Rauða krossinum að fólkið sem er að koma hingað frá Gaza hefði búið við meiri og langvinnari hörmungar er nokkur annar hópur sem hér hefur fengið skjól. Ísraelsher hefur skotið á og sent sprengjur á sjúkrahús og drepið bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga. Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á Gaza hefur lýst hræðilegum aðstæðum svo sem aðgerðum eins og aflimunum og keisaraskurðum án deyfinga, skaðbrunnum börnum sem ekki er hægt að verkjastilla, fólki að deyja úr sjúkdómum sem er auðvelt að lækna og svona má endalaust telja upp. Nær öll börn undir 5 ára á Gaza þjást af einhvers konar sjúkdómi og fjöldi þeirra sem þjást úr vannæringu fer hratt vaxandi. Tugir barna hafa nú þegar látist úr hungri. Í janúar 2024 sendu fjölmörg félagasamtök ákall til stjórnvalda að taka á móti fólki frá Gaza, í yfirlýsingu þeirra eru upplýsingar frá OCHA (Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum). Í ákallinu kemur meðal annars fram að “ Af þeim 36 sjúkrahúsum sem starfandi voru á Gaza fyrir 7. október eru nú aðeins 14 talin að hluta til starfhæf … Samtökin Læknar án landamæra fullyrða að á Gaza sé nú engan öruggan stað að finna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur Gaza hættulegasta stað í heimi til að vera barn” Auk alls sem við töldum hér upp að ofan er Ísrael þekkt fyrir að beita fanga harðræði og hér fylgir með frétt síðan 12. Mars 2024 þar sem kemur fram að starfsfólk UNRWA hafi sætt hótunum og þvingunum af hálfu ísraelskra yfirvalda og verið beitt þrýstingi til að gefa rangar upplýsingar, þar á meðal að stofnunin hafi tengsl við Hamas og að starfsfólk hafi tekið þátt í voðaverkunum 7. október. Því miður eru stríð í mörgum ríkjum, það þýðir ekki að við getum ekki gert neitt. Við getum einmitt gert alveg helling. Við getum hjálpað manneskjum, við getum beitt þrýstingi til dæmis með því að hætta að kaupa ákveðnar vörur og taka ekki þátt í viðburðum með Ísrael. Við verðum öll að taka höndum saman og gera það sem við getum til að hjálpa fólki. Nú sem aldrei fyrr þarf að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn þjóðarmorði Ísraela á palestínsku þjóðinni. Við sjáum á hverjum degi að staðan á Gaza er sú versta sem hefur sést í áratugi, mögulega nokkurn tíma. Fleiri börn hafa verið drepin á Gaza en í öllum átökum heimsins síðastliðin 4 ár. Það þarf breitt bak, kjark og opið hjarta til að standa með mennskunni. Við þurfum öll að beina athyglinni að okkur sjálfum því við erum einmitt fólkið sem getur gert eitthvað í málunum. Kærleikur er ein fallegasta tilfinningin. Lágmarkskrafa er vopnahlé strax Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og mannvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Sæl Hera, Við lásum við þig viðtal sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV. Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta. Ísrael og Palestína eru ekki þjóðarbrot sem eru að takast á. Palestína er hernumið land og Ísrael er hernámsþjóð. Í áratugi hefur Ísrael kúgað íbúa Palestínu og ísraelski herinn ítrekað orðið uppvís að stríðsglæpum og brotum á alþjóðasáttmálum. Þannig hafa alþjóðastofnanir og öll helstu mannúðarsamtök heims í áratugavís fordæmt aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, ólöglega landtöku, þvingaða fólksflutninga, hóprefsingar, takmarkanir á ferðafrelsi, frelsissviptingar og pyntingar. Undanfarna 5 mánuði hefur Ísrael beitt palestínsku þjóðina linnulausum árásum með þeim afleiðingum að tvær milljónir eru á vergangi, 36 þúsund hafa verið drepin og 74 þúsund særst. Árásirnar sýna mjög vel hernaðarlega yfirburði Ísrael, þjóðar sem hefur þróað her sinn í áratugi. Í janúar komst Alþjóðadómstóllin svo að bráðabirgðaniðurstöðu að um líklegt þjóðarmorð væri að ræða. Frá upphafi núverandi innrásar hafa mannúðar- og hjálparstofnanir bent endurtekið á glæpi Ísraels og hvernig linnulausar árásir virðast til þess fallnar að útrýma palenstínsku þjóðinni. Nú síðast sagði teymisstjóri hjá Rauða krossinum að fólkið sem er að koma hingað frá Gaza hefði búið við meiri og langvinnari hörmungar er nokkur annar hópur sem hér hefur fengið skjól. Ísraelsher hefur skotið á og sent sprengjur á sjúkrahús og drepið bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga. Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á Gaza hefur lýst hræðilegum aðstæðum svo sem aðgerðum eins og aflimunum og keisaraskurðum án deyfinga, skaðbrunnum börnum sem ekki er hægt að verkjastilla, fólki að deyja úr sjúkdómum sem er auðvelt að lækna og svona má endalaust telja upp. Nær öll börn undir 5 ára á Gaza þjást af einhvers konar sjúkdómi og fjöldi þeirra sem þjást úr vannæringu fer hratt vaxandi. Tugir barna hafa nú þegar látist úr hungri. Í janúar 2024 sendu fjölmörg félagasamtök ákall til stjórnvalda að taka á móti fólki frá Gaza, í yfirlýsingu þeirra eru upplýsingar frá OCHA (Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum). Í ákallinu kemur meðal annars fram að “ Af þeim 36 sjúkrahúsum sem starfandi voru á Gaza fyrir 7. október eru nú aðeins 14 talin að hluta til starfhæf … Samtökin Læknar án landamæra fullyrða að á Gaza sé nú engan öruggan stað að finna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur Gaza hættulegasta stað í heimi til að vera barn” Auk alls sem við töldum hér upp að ofan er Ísrael þekkt fyrir að beita fanga harðræði og hér fylgir með frétt síðan 12. Mars 2024 þar sem kemur fram að starfsfólk UNRWA hafi sætt hótunum og þvingunum af hálfu ísraelskra yfirvalda og verið beitt þrýstingi til að gefa rangar upplýsingar, þar á meðal að stofnunin hafi tengsl við Hamas og að starfsfólk hafi tekið þátt í voðaverkunum 7. október. Því miður eru stríð í mörgum ríkjum, það þýðir ekki að við getum ekki gert neitt. Við getum einmitt gert alveg helling. Við getum hjálpað manneskjum, við getum beitt þrýstingi til dæmis með því að hætta að kaupa ákveðnar vörur og taka ekki þátt í viðburðum með Ísrael. Við verðum öll að taka höndum saman og gera það sem við getum til að hjálpa fólki. Nú sem aldrei fyrr þarf að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn þjóðarmorði Ísraela á palestínsku þjóðinni. Við sjáum á hverjum degi að staðan á Gaza er sú versta sem hefur sést í áratugi, mögulega nokkurn tíma. Fleiri börn hafa verið drepin á Gaza en í öllum átökum heimsins síðastliðin 4 ár. Það þarf breitt bak, kjark og opið hjarta til að standa með mennskunni. Við þurfum öll að beina athyglinni að okkur sjálfum því við erum einmitt fólkið sem getur gert eitthvað í málunum. Kærleikur er ein fallegasta tilfinningin. Lágmarkskrafa er vopnahlé strax Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og mannvinir.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar