Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 15. mars 2024 21:29 Finnur tók tapi sinna manna af miklu æðruleysi Vísir / Pawel Cieslikiewicz Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik. Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik