Vilja fríverzlunarsamning í stað EES Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 09:00 Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku samtökin Nei til EU en niðurstöður kannana í Noregi þar sem spurt hefur verið um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar hafa á undanförnum árum ítrekað skilað niðurstöðum á hliðstæðum nótum. Hins vegar hafa kannanir, þar sem einungis hefur verið spurt um EES-samninginn, sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga. Eina rökrétta skýringin Við fyrstu sýn virðist fullkomið ósamræmi á milli þessara kannana en í raun er að öllum líkindum afar einfaldri skýringu fyrir að fara. Þannig hefur umræðan í Noregi, líkt og hér á landi, lengi byggzt á því að einungis séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn sé andstaða við inngöngu í sambandið. Þegar boðið er upp á annan valkost sem gengur alls ekki út á inngöngu í Evrópusambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í sambandið. Þetta er eina rökrétta skýringin á muninum á því þegar annars vegar er einungis spurt um EES-samninginn og hins vegar hann og fríverzlunarsamning. Hefur þegar reynt á það Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag, voru hins vegar ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Noregur Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku samtökin Nei til EU en niðurstöður kannana í Noregi þar sem spurt hefur verið um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar hafa á undanförnum árum ítrekað skilað niðurstöðum á hliðstæðum nótum. Hins vegar hafa kannanir, þar sem einungis hefur verið spurt um EES-samninginn, sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga. Eina rökrétta skýringin Við fyrstu sýn virðist fullkomið ósamræmi á milli þessara kannana en í raun er að öllum líkindum afar einfaldri skýringu fyrir að fara. Þannig hefur umræðan í Noregi, líkt og hér á landi, lengi byggzt á því að einungis séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn sé andstaða við inngöngu í sambandið. Þegar boðið er upp á annan valkost sem gengur alls ekki út á inngöngu í Evrópusambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í sambandið. Þetta er eina rökrétta skýringin á muninum á því þegar annars vegar er einungis spurt um EES-samninginn og hins vegar hann og fríverzlunarsamning. Hefur þegar reynt á það Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag, voru hins vegar ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun