70% færri kvartanir vegna vetrarþjónustu í kjölfar úrbóta Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:31 Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Skipulag Píratar Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar